Adam Scott
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2012 | 09:45

WGC: Adam Scott og Louis Oosthuizen leiða eftir 1. dag í Guangdong

Nú í nótt hófst á einum af 12 Olazábal hönnuðum golfvöllum Mission Hillis golfklúbbsins í Guangdong í Kína,WGC HSBC Champions mótið í golfi.

Louis Oosthuizen

Eftir 1. dag eru þeir Adam Scott og Louis Oosthuizen efstir eftir að hafa komið í hús á 7 undir pari, 65 höggum. Scott fékk örn, 6 fugla, 10 pör og 1 skolla en Oosthuizen átti glæsilegan hring, skorkortið hans var skollafrítt með 7 fugla og 11 pör!

Aðeins 1 höggi á eftir eru 4 frábærir kylfingar, þ.á.m. Peter Hanson sem ætlar að gera Rory róðurinn erfiðan með að hreppa 1. sætið á peningalista Evrópumótaraðrainnar.  Hinir sem deila 3. sætinu með Hanson, eru Phil Mickelson, Bubba Watson og Írinn Shane Lowry.  Allir voru þeir á 6 undir pari, 66 höggum.

Sjöunda sætinu deila „Gangnam Style-arinn“ Dustin Johnson og Thaílendingurinn Prom Meesawat, báðir á 5 undir pari, 67 höggum.

Í 9. sæti eru síðan 7 kylfingar allir á 4 undir pari, 68 höggum, þ.á.m. Martin Kaymer og Luke Donald.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag í Mission Hills SMELLIÐ HÉR: