Tinna Jóhannsdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2012 | 10:00

Tinna varð í 4. sæti á Krít

Tinna Jóhannsdóttir, GK, keppti s.l. sunnudag 28. október í Crete Ladies Open, sem er mót á LET Access Series. Spilað var í Hersonissos í Golfklúbbi Krítar í Grikklandi upp á € 25.000 í verðlaunafé.  Upphaflega átti mótið að vera þriggja daga þ.e. frá 28.-30. október en vegna illviðris voru síðari 2 hringirnir felldir niður og úrslit 1. dags látin standa.

Tinna náði þeim frábæra árangri að veða í 4. sæti ásamt 8 öðrum.  Hún lék á parinu fékk fugl og skolla bæði á fyrri og seinni 9 og síðan 14 pör. Glæsileg spilamennska!

Fyrir 4. sætið hlaut Tinna € 1058,78 í verðlaunafé  (u.þ.b. 175.000,- íslenskra krónur).

Í 1. sæti varð Christine Wolf frá Þýskalandi aðeins 4 höggum á undan Tinnu.

Christine Wolf

Næsta mót sem Tinna spilar á er á Banesto Tour í Club de Golf Escorpion í Valencia á Spáni, dagana 8.-10. nóvember n.k.

Til þess að sjá úrslitin í Crete Ladies Open SMELLIÐ HÉR: