Sandy olli skemmdum á Bethpage Black
Bethpage Black golfvöllurinn er sá erfiðasti af 5 golfvöllum Bethpage State Park á Long Island í New York og í miklu uppáhaldi hjá Íslendingum og öðrum sem hann hafa spilað. Þar fór Barclays mótið fram s.l. ágúst og Opna bandaríska risamótið árin 2002 og 2009 svo eitthvað sé talið. Komast má á heimasíðu Bethpage með því að SMELLA HÉR: Þegar hvirfilvindurinn Sandy reið yfir urðu allir 5 vellir Bethpage State Park fyrir miklum skemmdum, m.a. liggja 800 tré víðs vegar um völlinn. Andrew Wilson, vallarstjóri Bethpage þakkar fyrir að ekkert trjánna skemmdi flatir, en segir að þeir sem kunnugir séu völlunum muni taka eftir breytingum, þar sem mörg kunnugleg tré vanti Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Karitas Sigurvinsdóttir – 2. nóvember 2012
Afmæliskyfingur dagsins er Karitas Sigurvinsdóttir, Karitas er fædd 2. nóvember 1963. Hún er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS). Karitas hefir tekið þátt í fjölda golfmóta og staðið sig með ágætum. Hún er gift og á tvær dætur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Karitas Sigurvinsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Isette Pearson; f. 2. nóvember 1861 – d. 25. maí 1941; Dave Stockton, 2. nóvember 1941 (71 árs) ….. og …… Anna Katrín Sverrisdóttir (21 árs) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið Lesa meira
Tiger segir þreytu ástæðu þess að hann spilar ekki í WGC-HSBC Champions
Tiger Woods sagði þreytu vera ástæðu þess að hann sleppti World Golf Championship HSBC Champions mótinu í Kína í þessari viku. Meðan að Adam Scott og Louis Oosthuizen náðu 1. sætinu eftir 1. hring í $7 milljón dollara mótinu í Shenzhen í gær, þá var hinn 36 ára Tiger með pútthóptíma fyrir unglinga í Singapore. Aðalstuðningsaðilinn (HSBC-bankinn) var mjög óánægður með að Tiger og nr. 1 á heimslistanum McIlroy ákváðu að sleppa mótinu þrátt fyrir að vera í landinu (Kína) og spila þess í stað á sýningarmóti, sem gaf vel í aðra hönd (Tiger fékk $ 2 milljónir og Rory $ 1 milljón). Tiger sagði að sig hlakkaði til að keppa Lesa meira
WGC: Louis Oosthuizen stingur hina af þegar HSBC Champions er hálfnað – myndskeið
Louis Oosthuizen leiðir á WGC-HSBC Champions mótinu á Lake Malaren í Kína þegar mótið er hálfnað. Hann er búinn að stinga hina af, á 5 högg á næstu kylfinga þá Adam Scott og Ernie Els, sem deila 2. sætinu. Oosthuizen er búinn að spila á samtals 16 undir pari, 128 höggum (65 63). Hann ásamt Els voru á besta skorinu í nótt heilum 9 undir pari. Skorkortið hans var skrautlegt hann var með örn, 8 fugla, 8 pör og 1 skolla. Fjórða sætinu deila Jason Dufner og Shane Lowry á samtals 10 undir pari, 134 höggum. Enn einu höggi á eftir á samtals 9 undir pari, 135 höggum hvor eru Lesa meira
Gonzalo Fdez-Castaño mun ekki verja titil sinn á Barclays Singapore Open vegna ágreinings við skipuleggjendur mótsins
Spánverjinn Gonzalo Fernandez-Castaño neitar að hefja titilvörn sína á Barclays Singapore Open í næstu viku. Hann ber fyrir sig vonbrigði með skipuleggjendur mótsins, sem neita að borga fyrir flugfargjöld hans og gistingu meðan á titilvörninni stendur. „Ég náði bara engu samkomulagi við skipuleggjendur og þegar ég bað um frí flugfargjöld og gistingu ýttu þeir bara málinu á undan sér og drógu það að svara og héldu bara áfram að draga málið á langinn, þannig að ég varð að aðlaga dagskrá mína að þessu og mun ekki spila í Singapore í næstu viku,“ sagði Gonzo áður en hann hóf 2. hring á HSBC Champions í Shenzhen. „Það kom bara að þeim punkti Lesa meira
LPGA: Jiyai Shin og Ayako Uehara leiða eftir 1. dag Mizuno Classic
Það er japanska heimakonan Ayako Uehara og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Jiyai Shin, sem leiða á Mizuno Classic mótinu, sem hófst á golfvelli Kinetsu Kashikojima golfklúbbsins í Shima-Shi í Mie, Japan í nótt. Þær komu báðar í hús á 4 undir pari, 68 höggum. Það er japanska stúlkan Momoko Ueda sem á titil að verja s.s. Golf 1 greindi frá í gær, en henni hefir gengið fremur illa á LPGA í ár. Hún er engu að síður í 3. sæti í mótinu eftir 1. dag, en því sæti deilir hún með 5 kylfingum sem ekki eru af verri endanum: Beatriz Recari frá Spáni, Angelu Stanford frá Bandaríkjunum, NY Lesa meira
ALPG: Hver er kyfingurinn Marousa Polias?
Marousa Polias er fædd 18. mars 1983 og er því 29 ára. Árið 2004 vann hún Australian Ladies Amateur Championship. Í lok sama árs gerðist hún atvinnumaður og hefir síðan þá einkum spilað á ALPG þ.e.a.s. áströlsku LPGA. Hún er smávaxin aðeins 1,55 metra á hæð …. en frábær kylfingur. Hún var í kringum 2008 og 2009 á öllum helstu listum yfir kynþokkafyllstu kvenkylfinga heims. Hún hlaut takmarkaðan spilarétt á LET 2009. Árið 2010 og 2011 spilaði hún aðeins á 6 mótum á ALPG. Marousa vakti einkum athygli eftir að hún birtist sem „ungfrú april“ í frægu dagatali sem kynþokkafullir ástralskir kylfingar gáfu út 2009 og var mjög gagnrýnt á sýnum tíma. Lesa meira
Leikmenn West Ham United höfðu betur í „West Ham Ryder Cup Golf Day“ á móti aðstoðarþjálfaranum og liði hans!
Margir frábærir kylfingar hérlendis eru aðdáendur enska boltans og nokkrir þeirra halda með West Ham. Hér kemur frétt fyrir þá. Neil McDonald, aðstoðarþjálfari vann orustuna en ekki stríðið á West Ham United Ryder Cup Golf Day í gær. Þetta er annað árið í röð sem þessi árlegi viðburður fer fram þar sem aðstoðarþjálfari West Ham, Neil McDonald og lið hans spila gegn 8 leikmönnum West Ham. Í ár var spilað á frábærum golfvelli London Golf Club í Kent, sem aftur er í uppáhaldi hjá þeim íslensku kylfingum, sem hann hafa spilað. Miðvallarleikmaðurinn Gary O´Neil er félagi í þessum æðislega golfklúbbi. Neil McDonald og Big Sam voru paraðir gegn O’Neil og Lesa meira
NGA: Þórður Rafn lauk leik í 24. sæti í Stoneybrook
Þórður Rafn Gissurarson, GR, lauk í dag leik á 2. móti NGA Pro Tour – Bridgestone Winter Series, en mótið fór fram á golfvelli Stoneybrook golfklúbbsins í Flórída. Mótið stóð dagana 30. október – 1. nóvember og þátttakendur voru upphaflega 57, en aðeins 19 efstu og þeir sem jafnir voru í 19. sætinu fengu að spila lokahringinn í dag til fjár. Þórður Rafn var einn þeirra sem komst í gegnum niðurskurð og var fyrstur Íslendinganna, sem spila í haust á mótaröðinni til að gera svo. Hann lék á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (76 73 78) og varð í neðsta sætinu þ.e. deildi 24. sæti með Yi-Hsio-Luo frá Pompano í Flórída. Lesa meira
LPGA: Momoko Ueda vonast til að verja titilinn á Mizuno Classic
Momoko Ueda er að vonast til að snúa við keppnistímabili vonbrigða með titilvörn sinni á móti helgarinnar á LPGA, Mizuno Classic. Momoko sigraði Shanshan Feng frá Kína í þriggja holu bráðabana á síðasta ári og bætti við öðrum titli sínum frá 2007. Japanski kylfingurinn Momoko, sem er 26 ára, hefir átt í erfiðleikum á þessu keppnistímabili. Besti árangur hennar í ár er á LPGA LOTTE Championship og Evian Masters, þar sem hún varð T-12. „Ég veit að ég byrjaði tímabilið ekki svo vel, og svo kom miðbikið,“ sagði Momoko. „Ég hef undirbúið mig mikið fyrir þetta mót og vona til þess að gera það besta úr því.“ Heimild: CBSS










