WGC: Westwood skaust við hlið Oosthuizen í 1. sætið á frábæru 61 höggi á 3. degi HSBC Champions – hápunktar og högg 3. dags
Lee Westwood lék hreint og beint æðislega vel á 3. degi HSBC Champions – hann var á 11 undir pari, 61 glæsihöggi; á hring þar sem hann missti ekki högg en fékk 11 fugla og 7 pör. Frábær spilamennska það! Með þessum glæsihring sínum er Westwood kominn í efsta sætið ásamt Louis Oosthuizen, sem búinn er að leiða alla daga mótsins. Báðir eru Westwood og Oosthuizen búnir að spila samtals á 18 undir pari, 198 höggum, hvor; Westwood (70 67 61) og Oosthuizen (65 63 70). Í 3. sæti er Phil Mickelson, 3 höggum á eftir forystumönnunum og fjórða sætinu deila 3 heiðursmenn: Ian Poulter, Bill Haas og Ernie Els Lesa meira
LET: Numa Gulyanamitta með nauma forystu eftir 2. dag Sanya Ladies Open
Það er thaílenska stúlkan Numa Gulyanamitta sem er með nauma forystu eftir 2. dag Sanya Ladies Open, en spilað var í Yalong Bay í Sanya, í Kína. Gulyanamitta er samtals búin að spila á 5 undir pari, 139 höggum (70 69). Cassandra Kirkland frá Frakklandi er skammt undan aðeins 1 höggi á eftir á samtals 4 undir pari, 140 höggum (73 67) Þriðja sætinu deila þær Holly Aitchison frá Englandi og Sarah Kemp frá Ástralíu enn öðru höggi á eftir. Sjö kylfingar deila síðan 5. sætinu þ.á.m. spænski kylfingurinn Bélen Mozo. Þær sem eru í 5. sæti eru allar búnar að spila á samtals 2 undir pari, 142 höggum. Til Lesa meira
5 fræg tilvik þar sem það að skipta um golfútbúnað hefir runnið út í sandinn
Það að skipta um kylfur er það sem atvinnumenn í golfi gera ógjarnan. Þeir eru vanir kylfunum sínum og treysta á þær til að ná árangri með. En þegar gulrótin er $ 200-250 milljón dollara samningur, er þá ekki sama þó ferillinn renni í sandinn eða er það áhættunnar virði? Menn eins og Sir Nick Faldo hafa bent Rory á að varasamt geti verið að skipta um kylfur. Næmni atvinnukylfinga er það mikil að það skiptir máli hvaða kylfur eru notaðar og Titleist kylfurnar hafa komið Rory í 1. sæti heimslistans. Halda Nike kylfurnar honum þar? Koma þær til með að henta honum? (Að því gefnu að samningurinn sé kominn Lesa meira
LPGA: Bo-Mee Lee í efsta sæti á Mizuno Classic eftir 2. dag
Í nótt lauk í Japan 2. hring á Mizuno Classic…. og önnur fremur óþekkt stúlka tók forystuna Bo-Mee Lee frá Suður-Kóreu. Hún spilaði 2. hring glæsilega kom í hús á frábærum 64 höggum!!! Á hringnum tapaði Bo-Mee hvergi höggi fékk 8 fugla og 10 pör. Samtals er hún búin að spila á 10 undir pari, 134 höggum (70 64). Bo-Mee Lee hefir 4 högga forystu á þá sem næst kemur í 2. sætinu en það er japönsk „heimakona“ Rikako Morita, sem er búin að spila á samtals 6 undir pari, 138 höggum (70 68). Landa Morita sem hafði forystu í gær, Ayako Uehara deilir síðan 3. sætinu ásamt 4 öðrum Lesa meira
Af hverju Callaway hefir engar áhyggjur af því að Mickelson noti TaylorMade tré í Asíu
Phil Mickelson er á samningi hjá Callaway, sem sér kappanum fyrir öllum golfútbúnaði, en golfútbúnaðarfréttir eru nú vinsælar eftir meintan ábatasaman samning Rory við Nike (sem hvorki hefir fengist staðfestur af Rory né Nike). En nú sást til Phil nota TaylorMade RocketBallz 3-tré á HSBC-mótinu í Mission Hills, Kína!!! Venjulega myndi slík sýn leiða til sögusagna um að yfirvofandi væri riftun auglýsingasamnings Phil við Callaway, en skv. Harry Arnett, varaforseta markaðsmála hjá Callaway var ástæða fyrir því að TaylorMade kylfan var í poka Phil. „Fyrir nokkrum vikum var Phil að leita að 3-tré sem væri einhvers staðar á milli venjulega 3-trés hans og drævers í lengd, þar sem það var það Lesa meira
Rory McIlroy skrifaði undir samning við Nike – gerir auglýsingu fyrir Nike með Tiger
Rory McIlroy skrifaði nú fyrir nokkrum klukkustundum undir auglýsingasamning við Nike fyrir a.m.k. $200 milljónir. Meðan að talsmaður Nike neitaði að tala um það sem fyrirtækið nefndi „sögusagnir og vangaveltur,“ þá staðfesti FoxSports.com seint föstudagskvöldið að bandarískum tíma það sem hefir verið nefnt verst geymda leyndarmálið þ.e. að samningur Nike við Rory McIlroy væri í burðarliðnum. Jafnframt kom fram hjá FoxSports að McIlroy hefði þegar komið fram í fyrstu auglýsingu sinni ásamt Tiger Woods sem fer í loftið snemma næsta árið, 2013. Fyrir framan kvikmyndatökuvélarnar taka Tiger og Rory upp þráðinn þar sem við var skilið í Kína og tala sín á milli um fjarlægðina sem fæst út úr nýjum rauðum Lesa meira
GKG: Þrír herramenn sem láta vonskuveður ekki hindra golfiðkun
Heldri borgarar eru duglegir að nýta sér það að Mýrin er opin yfir veturinn og mæta á hverjum morgni og spila. Vonsku veður er um allt land í dag, þakplötur farnar að fjúka og hjálparsveitir kallaðar út. Það kemur því töluvert spánskt fyrir sjónir að sjá þessa herramenn tía upp á fyrsta teig og láta ekki slíka smámuni aftra sér frá daglegri golfiðkun. Texti: Agnar Már Jónsson á heimasíðu GKG
Nýju stúlkurnar á LET 2012 (28. grein af 34): Celine Palomar
Franski kylfingurinn Celine Palomar átti afmæli fyrir nokkrum dögum átti 30 ára stórafmæli!!! Hún fæddist 30. október 1982 í Avranches í Frakklandi. Hún er nú í 2. sæti eftir 1. hring Sanya Ladies Open á Yalong Bay golfvellinum í Sanya, í Kína. En Palomar er líka ein af nýju stúlkunum á LET, sem hlaut kortið sitt eftir þátttöku í Q-school LET á La Manga fyrr á árinu. Nánar tiltekið varð hún í 7. sæti ásamt Jessicu Yadloczky, sem fyrr hefir verið kynnt. Celine Palomar gerðist atvinnumaður í golfi 2009 og spilaði fyrstu tvö árin á Banesto Tour þar sem hún varð í 5. sæti á stigalista mótaraðarinnar. 2011 spilaði hún á Lesa meira
LET: Joanna Klatten efst eftir 1. dag Sanya Ladies Open
Franski kylfingurinn Joanna Klatten leiðir eftir 1. dag Sanya Ladies Open. Klatten kom í hús á 3 undir pari, 69 höggum. Hún fékk 3 fugla, 14 pör og 1 skolla. Eftir hringinn sagði Klatten m.a.: „Mér finnst eins og ég hafi þurft að hafa minna fyrir þessu en leikfélagar mínir vegna þess að þær þurftu oft að slá með trjám á par-4 holurnar og ég var oft bara með stutt járn, þannig að ég er ánægð með hringinn minn í dag. Ég var að verða of tæknileg þannig að nú vildi þjálfarinn minn að ég hugsaði um ekkert nema skotmarkið. Ég spila aðeins hraðar og það hjálpar; maður fer fram Lesa meira
Frægir kylfingar: Rokkarinn Alice Cooper bendir á svindlara meðal fræga fólksins í golfinu – myndskeið
Rokkarinn Alice Cooper hefir viðurkennt að hann svindli reglulega í golfi og eins hefir hann komið upp um nokkra fræga spilafélaga sína þ.á.m. fyrrum Bandaríkjaforseta Bill Clinton og viðskiptajöfurinn Donald Trump, en hann segir þá báða sveigja reglurnar á golfvellinum. Cooper sem er einna frægastur fyrir smellinn „School’s Out” er alveg ágætis kylfingur – var m.a. á lista yfir bestu tónlistarmennina í golfinu, sem Golf Digest birti fyrir 6 árum, en þá var hann með 5,3 í forgjöf. Hann hefir sjálfur sagt að golfið hafi hjálpað sér að yfirvinna áfengissýkina kringum 1980 – hann hafi þurft á annarri jafnsterkri en heilbrigðari fíkn að halda og fundið hana í golfinu. Hann Lesa meira










