
Rory McIlroy skrifaði undir samning við Nike – gerir auglýsingu fyrir Nike með Tiger
Rory McIlroy skrifaði nú fyrir nokkrum klukkustundum undir auglýsingasamning við Nike fyrir a.m.k. $200 milljónir.
Meðan að talsmaður Nike neitaði að tala um það sem fyrirtækið nefndi „sögusagnir og vangaveltur,“ þá staðfesti FoxSports.com seint föstudagskvöldið að bandarískum tíma það sem hefir verið nefnt verst geymda leyndarmálið þ.e. að samningur Nike við Rory McIlroy væri í burðarliðnum.
Jafnframt kom fram hjá FoxSports að McIlroy hefði þegar komið fram í fyrstu auglýsingu sinni ásamt Tiger Woods sem fer í loftið snemma næsta árið, 2013.
Fyrir framan kvikmyndatökuvélarnar taka Tiger og Rory upp þráðinn þar sem við var skilið í Kína og tala sín á milli um fjarlægðina sem fæst út úr nýjum rauðum dræver Nike skv. FoxSports. Meðan á einvíginu við Lake Jinsha stóð þá tók Rory (sem enn er fulltrúi Titleist til 31. desember) nokkrar æfingasveiflur með járnum Tiger. Nike nýtti ekki tækifærið að nota myndskeið af æfingasveiflum Rory með Nike járni Tiger.
Tveir aðrir kylfingar, Nick Watney og Kyle Stanley, koma einnig fram í auglýsingunni fyrir Nike, sbr. FoxSports en fyrir auglýsingasamninginn fær Rory allt að $250 milljónir næstu 10 árin. En frá og með föstudagskvöldinu í gær til ársloka eru Rory, Watney og Stanley enn á samningi hjá Titleist.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024