Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2012 | 09:30

LPGA: Bo-Mee Lee í efsta sæti á Mizuno Classic eftir 2. dag

Í nótt lauk í Japan 2. hring á Mizuno Classic…. og önnur fremur óþekkt stúlka tók forystuna Bo-Mee Lee frá Suður-Kóreu. Hún spilaði 2. hring glæsilega kom í hús á frábærum 64 höggum!!!  Á hringnum tapaði Bo-Mee hvergi höggi fékk 8 fugla og 10 pör. Samtals er hún búin að spila á 10 undir pari, 134 höggum (70 64).

Bo-Mee Lee hefir 4 högga forystu á þá sem næst kemur í 2. sætinu en það er japönsk „heimakona“ Rikako Morita, sem er búin að spila á samtals 6 undir pari, 138 höggum (70 68).

Landa Morita sem hafði forystu í gær, Ayako Uehara deilir síðan 3. sætinu ásamt 4 öðrum þ.e. Karine Icher frá Frakklandi, NY Choi frá Suður-Kóreu og Angelu Stanford og Jenny Shin frá Bandaríkjunum. Allar hafa þær spilað á samtals 4 undir pari, 140 höggum hver.

Í 6. sæti eru síðan 8 kylfingar á samtals 3 undir pari, 141 höggi; þ.á.m. núverandi nr. 1 á heimslistanum Yani Tseng og fyrrverandi nr. 1 á heimslistanum Jiyai Shin, sem leiddi í gær en átti afleitan 2. hring (68 73).

Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahringinn sem spilaður verður í nótt SMELLIÐ HÉR: