Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2012 | 11:00

WGC: Westwood skaust við hlið Oosthuizen í 1. sætið á frábæru 61 höggi á 3. degi HSBC Champions – hápunktar og högg 3. dags

Lee Westwood lék hreint og beint æðislega vel á 3. degi HSBC Champions – hann var á 11 undir pari, 61 glæsihöggi; á hring þar sem hann missti ekki högg en fékk 11 fugla og 7 pör. Frábær spilamennska það!

Með þessum glæsihring sínum er Westwood kominn í efsta sætið ásamt Louis Oosthuizen, sem búinn er að leiða alla daga mótsins.

Báðir eru Westwood og Oosthuizen búnir að spila samtals á 18 undir pari, 198 höggum, hvor; Westwood (70 67 61) og Oosthuizen (65 63 70).

Í 3. sæti er Phil Mickelson, 3 höggum á eftir forystumönnunum og fjórða sætinu deila 3 heiðursmenn: Ian Poulter, Bill Haas og Ernie Els 4 höggum á eftir forystumönnunum, hver.

Einn í 7. sæti er síðan Brandt Snedeker á samtals 13 höggum undir pari, 203 höggum en hann var jafnframt á lægsta skori dagsins 12 undir pari, 60 glæsihöggum!!! Á hringnum fékk sigurvegari Tour Championship örn, 10 fugla og 7 pör.  Þvílík frábær spilamennska!!! Á 18. holu átti hann sjéns á að brjóta 60 en það hefði tekist með fugli, en Brandt fékk par.  Samtals er Snedeker á 13 undir pari, 203 höggum (72 71 60)

Gaganjeet Bhullar frá Indlandi er loks einn af 5 kylfingum sem deila 8. sætið á samtals 12 höggum undir pari eftir þrjá hringi (sama skori og Snedeker var á á síðasta hring sínum!)

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á WGC HSBC Champions SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á WGC HSBC Champions SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 3. dags, sem Lee Westwood átti á WGC HSBC Champions SMELLIÐ HÉR: