
Nýju stúlkurnar á LET 2012 (28. grein af 34): Celine Palomar
Franski kylfingurinn Celine Palomar átti afmæli fyrir nokkrum dögum átti 30 ára stórafmæli!!! Hún fæddist 30. október 1982 í Avranches í Frakklandi. Hún er nú í 2. sæti eftir 1. hring Sanya Ladies Open á Yalong Bay golfvellinum í Sanya, í Kína.
En Palomar er líka ein af nýju stúlkunum á LET, sem hlaut kortið sitt eftir þátttöku í Q-school LET á La Manga fyrr á árinu. Nánar tiltekið varð hún í 7. sæti ásamt Jessicu Yadloczky, sem fyrr hefir verið kynnt.
Celine Palomar gerðist atvinnumaður í golfi 2009 og spilaði fyrstu tvö árin á Banesto Tour þar sem hún varð í 5. sæti á stigalista mótaraðarinnar. 2011 spilaði hún á nokkrum mótum LET Access Tour.
Palomar er frekar hávaxin 1,78 m á hæð með brún á brá og brún. Hún fetaði í fótspor pabba síns og bróður, en Celine byrjaði í golfi 15 ára í Poitevin Mignaloux-Beauvoir golfklúbbnum. Hún er þrælklár líka en hún var í efnaverkfræði í INSA Toulouse (og tók 1 ár í Bucknell University í Bandaríkjunum) og að því loknu kláraði hún Masterinn í markaðsfræðum í HEC Paris. Hún býr sem stendur í Somo, á Spáni og æfir í Real Golf de Pedreña, sem er heimavöllur Seve Ballesteros. Vicente Ballesteros (bróðir Seve) er þjálfarinn hennar. Meðal áhugamála hennar eru aðrar íþróttir, tennis, hjólreiðar, fót- og körfubolti. Komast má á heimasíðu Celine Palomar til þess að fræðast nánar um hana með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024