Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2012 | 18:30

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (28. grein af 34): Celine Palomar

Franski kylfingurinn Celine Palomar átti afmæli fyrir nokkrum dögum átti 30 ára stórafmæli!!!  Hún fæddist 30. október 1982 í Avranches í Frakklandi.  Hún er nú í 2. sæti eftir 1. hring Sanya Ladies Open á Yalong Bay golfvellinum í Sanya, í Kína.

En Palomar er líka ein af nýju stúlkunum á LET, sem hlaut kortið sitt eftir þátttöku í Q-school LET á La Manga fyrr á árinu.  Nánar tiltekið varð hún í 7. sæti ásamt Jessicu Yadloczky, sem fyrr hefir verið kynnt.

Celine Palomar gerðist atvinnumaður í golfi 2009 og spilaði fyrstu tvö árin á Banesto Tour þar sem hún varð í 5. sæti á stigalista mótaraðarinnar. 2011 spilaði hún á nokkrum mótum LET Access Tour.

Palomar er frekar hávaxin 1,78 m á hæð með brún á brá og brún. Hún fetaði í fótspor pabba síns og bróður, en Celine byrjaði í golfi 15 ára í Poitevin Mignaloux-Beauvoir golfklúbbnum.  Hún er þrælklár líka en hún var í efnaverkfræði í  INSA Toulouse (og tók 1 ár í Bucknell University í Bandaríkjunum) og að því loknu kláraði hún Masterinn í markaðsfræðum í HEC Paris. Hún býr sem stendur í Somo, á Spáni og æfir í  Real Golf de Pedreña, sem er heimavöllur Seve Ballesteros. Vicente Ballesteros (bróðir Seve) er þjálfarinn hennar. Meðal áhugamála hennar eru aðrar íþróttir, tennis, hjólreiðar, fót- og körfubolti. Komast má á heimasíðu Celine Palomar til þess að fræðast nánar um hana með því að SMELLA HÉR: