Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2012 | 10:00

5 fræg tilvik þar sem það að skipta um golfútbúnað hefir runnið út í sandinn

Það að skipta um kylfur er það sem atvinnumenn í golfi gera ógjarnan. Þeir eru vanir kylfunum sínum og treysta á þær til að ná árangri með.

En þegar gulrótin er $ 200-250 milljón dollara samningur, er þá ekki sama þó ferillinn renni í sandinn eða er það áhættunnar virði?

Menn eins og Sir Nick Faldo hafa bent Rory á að varasamt geti verið að skipta um kylfur.  Næmni atvinnukylfinga er það mikil að það skiptir máli hvaða kylfur eru notaðar og Titleist kylfurnar hafa komið Rory í 1. sæti heimslistans.

Halda Nike kylfurnar honum þar? Koma þær til með að henta honum? (Að því gefnu að samningurinn sé kominn á, en hvorki Nike né Rory hafa staðfest samningsgerðina)

Það eru hæfileikarnir en ekki kylfurnar sem gera kylfinginn og það er mikilvægt að muna, en þó eru a.m.k. 5 dæmi í golfsögunni þar sem það að skipta um kylfur hefir runnið allverulega í sandinn – Til að sjá samantekt Golf Digest þar um í máli og myndum SMELLIÐ HÉR: