Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2012 | 10:30

LET: Numa Gulyanamitta með nauma forystu eftir 2. dag Sanya Ladies Open

Það er thaílenska stúlkan Numa Gulyanamitta sem er með nauma forystu eftir 2. dag Sanya Ladies Open, en spilað var í Yalong Bay í Sanya, í Kína.  Gulyanamitta er samtals búin að spila á 5 undir pari, 139 höggum (70 69).

Cassandra Kirkland frá Frakklandi er skammt undan aðeins 1 höggi á eftir á samtals 4 undir pari, 140 höggum (73 67)

Þriðja sætinu deila þær Holly Aitchison frá Englandi og Sarah Kemp frá Ástralíu enn öðru höggi á eftir.

Sjö kylfingar deila síðan 5. sætinu þ.á.m. spænski kylfingurinn Bélen Mozo. Þær sem eru í 5. sæti eru allar búnar að spila á samtals 2 undir pari, 142 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Sanya Ladies Open SMELLIÐ HÉR: