Evróputúrinn: DP World Tour Championship hefst í dag í Dubai – bein útsending
Þá er loks komið að því, lokamótinu á Evrópumótaröðinni: DP World Tour Championship þar sem 60 efstu á peningalista Evrópumótaraðarinnar Race to Dubai, keppa sín á milli. Tíu efstu í mótinu hljóta auk verðlaunafjársins sérstakar bónusgreiðslur. Þannig að það er til mikils að vinna að vera með topp-10 árangur. Spilað er sem fyrr í Jumeirah Golf Estates í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Bein útsending frá mótinu hefst einmitt núna kl. 10:00 en hana má sjá með því að SMELLA HÉR: Til þess að fylgjast með skortöflunni og skori efstu manna SMELLIÐ HÉR:
Hvert er hæsta skor atvinnumanns á stóru mótröðunum?
Þegar ég byrjaði í golfi fundust mér par-3 brautirnar yndislegar og skyldi ekki af hverju nokkur var að búa til skrímsla par-5 brautir. Þá var 7-járnið eina vopnið og lengdin eitthvað um og undir 100 metra. Og svo var mikið af höggum sem fóru ekki alveg eins og þeim var ætlað… Eftir að tökum var náð á drævum með frábæra Nike Sumo drævernum, sem var með ferkantað kylfuandlit og ég hitti alltaf með þá urðu par-5 brautirnar allt í einu í uppáhaldi. Það voru þær, sem oftar en ekki buðu upp á fuglafæri. Undarlegur viðsnúningur þetta – en eflaust ekkert einsdæmi. En í upphafi var ég oft að velta fyrir Lesa meira
Jónas Jónsson fór holu í höggi á Islantilla
Jónas Jónsson í Golfklúbbi Akureyrar (GA) fór holu í höggi á Islantilla á Spáni. Hann notaði 7 járn í draumahöggið. Brautin er 142 metrar á lengd, flötin liggur aðeins hærra svo ekki sást í holuna frá teig. Jónas var að sjálfsögðu hoppandi glaður þegar kom í ljós að kúlan var í holunni að sögn eiginkonunnar Guðlaugar Óskarsdóttur, sem var með honum í hollinu. Þetta er í fyrsta sinn, sem Jónas fer holu í höggi. Golf 1 óskar við Jónas innilega til hamingju með til draumahöggið!!! Heimild: gagolf.is
Afmæliskylfingur dagsins: Alexandre Nardy Rocha – 21. nóvember 2012
Afmæliskylfingur dagsins er brasilíanski kylfingurinn Alexandre Nardy Rocha. Hann er fæddur 21. nóvember 1977 og því 35 ára í dag. Hann spilar á bandaríska PGA, einn fárra Brasilíumanna.Golf 1 hefir nýlega verið með kynningu á afmæliskylfingnum, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Rebecca Flood, 21. nóvember 1988 (24 ára). Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Bílafloti Rickie Fowler
Hér fyrir skemmstu sýndi Golf 1 skemmtilega auglýsingu Red Bull Kluge, svalt myndskeið þar sem einn af svölustu kylfingum á PGA Tour, Rickie Fowler kom fram ásamt nokkrum öðrum frábærum íþróttamönnum. Sjá með því að SMELLA HÉR: Aðdáendur Rickie Fowler vita að stráksi elskar mótorhjól og hraðskreiða bíla jafnvel eins mikið og golf. Hann varði síðustu helgi í Austin með Red Bull fólkinu á Formula 1 Grand Prix. Á mánudagskvöldið var Fowler að spjalla við nokkra aðdáendur á Twitter. Aðdáandi Fowler sem jafnframt er mikill bílaaðdáandi sagði að hann vissi að Fowler ætti Nissan GTR, Porsche 911 GT3RS og Cadillac Escalade og hann spurði hvort Fowler ætti einhverja aðra bíla í Lesa meira
Asíutúrinn: Ernie Els og John Daly spila á CIMB Niaga Indonesian Masters 2013
Sigurvegari Opna breska 2012, Ernie Els og sleggjan og tvöfaldur risamótsmeistari John Daly hafa staðfest að þeir muni taka þátt í CIMB Niaga Indonesian Masters, 2013. Mótið fer fram dagana 2.-5. maí 2014 og verðlaunaféð er US$750,000. PT Bank CIMB Niaga Tbk (CIMB Niaga) styrkir mótið 2. árið í röð og hefir skuldbundið sig til þess að stuðla að þróun golfleiksins í Indónesíu. Els sagði eftirfarandi um þátttöku sína í mótinu í Indónesíu: „Allir, sem þekkja mig, vita að ég elska að spila í Asíu og ég er spenntur að snúa aftur til Indónesíu. Mér fannst reglulega gaman að spila á Balí fyrir mörgum árum og ég er viss um að það Lesa meira
Martin Kaymer spilar á PGA Tour 2013
Ryder Cup hetjan Martin Kaymer er meðal síðustu, sem tilkynnt hefir að hann muni spila á bandaríska PGA túrnum næsta keppnistímabil, 2013. Eftir sigurinn á PGA Championship 2010 vildi Kaymer, sem nú er nr. 30 á heimslistanum, fyrst um sinn ekki spila í Bandaríkjunum, en nú hefir hann tilkynnt að hann ætli sér að nýta sér undanþágu sína sem hann hlaut við sigur á risamótinu í Whistling Straits og spila í Bandaríkjunum. Svínn Peter Hanson og Belginn Nicolas Colsaerts, tveir af liðfélögum Kaymer í Chicago í september s.l., spila líka á PGA Tour, þökk sé stöðu þeirra á peningalista PGA Tour og eins mun Englendingurinn David Lynn spila vestra þökk sé Lesa meira
Bestu par-3 brautir í heiminum (nr. 6 af 10)
Fimm af bestu par-3 holum í heiminum eru skv. þessari upptalningu í Bandaríkjunum. Nú vendum við okkar kvæði í kross og höldum í aðra heimsálfu, Afríku. Þar er ein þekktasta par-3 holan sú 19. á golfvelli Legend Golf & Safari Resort, í Entabeni Safari Conservatory, Limpopo sýslu, í Suður-Afríku. Hún er bæði hæsta og lengsta par-3 brautin í heiminum þ.e. teigurinn er í 400 metra hæð á Hanglip Mountain og brautin er 361 metra löng, þ.e. á við stutta par-5 braut. Eina leiðin til þess að komast upp á teig er með þyrlu og 1 milljón bandaríkjadala (u.þ.b. 120 milljónir króna) bíða fyrsta kylfingsins, sem nær holu í höggi á þessari hrikalegu holu, Lesa meira
Íslenska atvinnumannaliðið í 21. sæti eftir 1. dag í Portúgal
Í gær hófst á Onyria Palmares golfsvæðinu í Portúgal PGA´s of Europe International Team Champs 2012, þ.e. Evrópukeppni atvinnumanna. Mótið stendur 20. – 23. nóvember 2012 og alls eru 25 lið sem taka þátt. Fyrir Íslands hönd taka þátt golfkennararnir Ingi Rúnar Gíslason,GK; Árni Páll Hansson, GR og Ólafur Hreinn Jóhannesson, GSE. Íslenska liðið lék á 17 yfir pari, 161 höggi í gær og deilir sem stendur 21. sætinu ásamt Tékkum. Í efsta sæti eru lið Englendinga og Skota, bæði á 7 undir pari, 137 höggum. Til þess að sjá stöðuna í heild eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
Graeme McDowell bað kærestu sinnar Kristin Stape á þyrlupalli Burj al Arab í Dubai
Ryder Cup stjarnan Graeme McDowell er í skýjunum eftir að hafa notað þyrlupall sem er í 200 metra hæð á 7-stjörnu Burj Al Arab hótelinu í Dubai til þess að biðja kærestu sinnar Kristin Stape. McDowell fór niður á hnén til þess að biðja hinnar 33 ára Stape sem sagði já við bónorði hans án þess að hika. Parið hefir þekkst í 2 1/2 ár allt frá því Stape var fengin til þess að vera innanhúshönnuður í hallarlíku heimili GMac í Orlandó. McDowell sagði að þetta hefði verið mjög tilfinningarík stund þegar hann bað Stape fyrir 1 degi síðan, en hann er búinn að vera í Dubai allt frá því hann hóf Lesa meira










