Árni Páll Hansson, GR. Mynd: Í eigu Árna Páls
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2012 | 09:45

Íslenska atvinnumannaliðið í 21. sæti eftir 1. dag í Portúgal

Í gær hófst á Onyria Palmares golfsvæðinu í Portúgal PGA´s of Europe International Team Champs 2012, þ.e. Evrópukeppni atvinnumanna.

Mótið stendur 20. – 23. nóvember 2012 og alls eru 25 lið sem taka þátt.

Fyrir Íslands hönd taka þátt golfkennararnir Ingi Rúnar Gíslason,GK;  Árni Páll Hansson, GR og Ólafur Hreinn Jóhannesson, GSE.

Ólafur Hreinn Jóhannesson og Ingi Rúnar Gíslason. Mynd: Í eigu Inga Rúnars

Íslenska liðið lék á 17 yfir pari, 161 höggi í gær og deilir sem stendur 21. sætinu ásamt Tékkum.

Í efsta sæti eru lið Englendinga og Skota, bæði á 7 undir pari, 137 höggum.

Til þess að sjá stöðuna í heild eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: