Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2012 | 12:00

Bestu par-3 brautir í heiminum (nr. 8 af 10)

Nú er komið að bestu par-3 holu í Asíu. Þar vandast málið. Þær 7 sem nefndar hafa verið eru allt heimsþekktar par-3 holur – holurnar í Asíu hafa e.t.v. ekki enn öðlast þá hefð.  En það er gnægð fallegra par-3 hola – spurningin er bara hver er best. Sú sem valinu er hér er í Thaílandi og er par-3 17. holan á Blue Canyon Country Club í Phuket. Golfvöllurinn hefir hlotið fjölda viðurkenninga fyrir að vera besti og vinsælasti golfvöllur Asíu og 17. holan hefir verið á lista Golf Magazine yfir 500 bestu golfholur heims (par-4 og par-5 meðtaldar). Tiger Woods á að hafa sagt um völlinn (að vísu 1998) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2012 | 09:25

Caroline spurði Rory að því hvað hann ætlaði að gefa henni í jólagjöf á blaðamannafundi í Dubaí

Einmitt þegar heimsins besti, Rory McIlroy, hélt að hann hefði sneitt hjá erfiðu spurningunum um 1. hring sinn á blaðamannafundi í Dubai kom kæresta hans, Caroline Wozniacki á fundinn. Hún beið eftir að komið var að henni aftast í salnum og spurði fyrst um styrki sem sigurvegari PGA Championship risamótsins í ár (Rory) hefði fengið – áður en hún heimtaði að fá að vita hvað hún fengi í jólagjöf. Rory reyndi að koma sér hjá spurningunni með því að segja að hún hefði þegar fengið „margar fínar gjafir.“ Wozniacki linnti ekki látum, sem varð til þess að salurinn sprakk af hlátri og Rory neyddist til að upplýsa að hann væri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2012 | 08:00

Golf Iceland á stærstu golf-ferðaráðstefnu heims – International Golf Travel Mart

Í gær birti Golf 1 næstum ársgamla frétt (frá 29. nóvember 2011) af vef „Iðnaðarráðuneytisins“  sem nú heitir auðvitað Atvinnumála- og nýsköpunarráðuneytið;  „Ísland „leynd perla“ sem golfáfangastaður – fær örn á stærstu golf-ferðakaupstefnu í heimi!“ Það var upphitun fyrir frétt í dagsins í dag, en á vef ráðuneytisins var sagt frá ferðamálaráðstefnu í Tyrklandi 2011, þar sem Ísland var valið einn af 6 áhugaverðustu nýju golf-áfangastöðum heims. Þessi tilnefning í fyrra og reyndar hittifyrra líka kom sér vel á International Golf Travel Mart ferðasýningunni, því hún hefir svo sannarlega vakið athygli á Íslandi sem golfáfangastað. „Dagana 11.-16. nóvember 2012 var International Golf Travel Mart ferðasýningin haldin í Portúgal. Þessi sýning Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2012 | 07:30

Golfútbúnaður: Hárbeittu Idea Tech V4 blendingarnir

Sérfræðingurinn í hybrid-kylfum frá Texas, Adams Golf, kynnti nú nýverið „Idea Tech V4“ blendinginn. Meðal nýjunga sem Adams Golf kynnti  var hin nýja „Cut-Thru-Technology“ en með þeirri tækni á að vera hægt að slá með blendingnum og fá álíka hröðun á boltann og þá sem við erum aðeins vön hjá dræverum. Þrátt fyrir mikinn kraft sem verður þegar boltinn er sleginn með blendingnum, þá er hljóðið í  Idea Tech V4 blendingunum mjög notalegt og líkast því að slegið sé með járni. Það sem framleiðendur kylfunnar lofa er m.a. hærra boltaflug, meiri lengd og auðvitað þ.a.l. meiri þægindi þegar spilað er. V4-línan er boðin sem járna/blendings-sett eða sem hreint blendings-sett og er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2012 | 21:15

Afmæliskylfingur dagsins: Emma Cabrera Bello – 22. nóvember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Emma Cabrera Bello. Emma er fædd 22. nóvember 1985 og á því 27 ára afmæli. Emma byrjaði að spila golf 5 ára og býr nálægt Maspalomas golfvellinum, sem mörgum Íslendingum er að góðu kunnur. Hún er samt félagi í fínasta golfklúbbnum á Gran Kanarí: Real Club de Golf de Las Palmas, en völlur klúbbsins er byggður ofan í eldfjallagíg.  Meðal áhugamála afmælisbarnsins er lestur góðra bóka, að vera á skíðum hvort heldur svig eða vatns-, henni finnst auk þess gaman að fara í kynnisferðir til að kynna sér nýja staði sem hún ferðast til. Bróðir Emmu er Rafael, sem er sem stendur í Dubaí og spilar á Evrópumótaröðinni. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2012 | 20:30

Ísland „leynd perla“ sem golfáfangastaður – fær örn á stærstu golf-ferðakaupstefnu í heimi!

Á vef Iðnaðarráðuneytisins má finna eftirfarandi frétt: „Ísland hefur slegið í gegn sem áfangastaður fyrir erlenda golfáhugamenn. Á stærstu Golf-ferðakaupstefnu heims sem haldin var í Tyrklandi nýverið var Ísland valið einn af þeim sex golfáfangastöðum í heiminum sem töldust vera „Leyndustu perlurnar“. Það má því vera ljóst að þeir ferðamenn sem slá til og koma hingað með það að markmiði að koma golfboltunum sínum ofaní þar til gerða holu í sem fæstum höggum fá mikið fyrir sinn snúð. Vöxtur ferðaþjónustunnar á Íslandi hefur verið mikill og að jafnaði hefur fjöldi erlendra ferðamanna sem sækja Ísland heim tvöfaldast á hverjum 10 árum. Að baki þessari fjölgun liggur mikið nýsköpunarstarf í ferðaþjónustu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2012 | 13:00

Evrópumótaröðin: Luke Donald efstur í Dubai eftir 1. dag DP World Tour Championship

Það er enski kylfingurinn Luke Donald nr. 2 á heimslistanum, sem leiðir á DP World Tour Championship eftir 1. dag á Jumeirah Estate golfvellinum.  Sigurinn á Phoenix Dunlop í Japan í síðustu viku hefir væntanlega haft sitt að segja og Donald í mótinu fullur sjálfstrausts. Donald kom inn á glæsilegum 7 undir pari, 65 höggum. Skorkort hans var „hreint“ og einkar flott ekkert á því nema 7 fuglar og 11 pör. Donald sagði m.a að glæsihring sínum loknum: „Það var á ákveðnum kafla þar sem mér fannst mér ekki geta mistekist. Ég sló nokkur reglulega góð járnahögg og það er gaman þegar manni finnst allt auðvelt.“ Í 2. sæti er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2012 | 12:00

Bestu par-3 brautir í heiminum (nr. 7 af 10)

Í gær vorum við í Afríku nú snúum við til Evrópu og ein besta par-3 holan í heimsálfunni okkar er á Royal golfvellinum í Vale do Lobo í Portúgal. Hún á heiðurinn af því að vera mest ljósmyndaða par-3 hola í Evrópu. Reyndar er valið á „bestu“ par-3 holum í Evrópu erfitt, líkt og í Bandaríkjunum því það stendur milli svo margra frábærra hola. Það sem er sérstakt við þá 16. á Royal velli Vale do Lobo er að slegið er yfir klettagjá og ekki bara einhverja heldur rauðlitaða kletta þannig að sérhverjum Ástrala sem hana spilar finnst hann á einkar „heimilislegum“ stað. Útsýnið á sér vart líka, yfir rauða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2012 | 11:00

Nökkvi Gunnarsson varð í 7. sæti á The Davenport Classic – Glæsilegt!!!

Nökkvi Gunnarsson, NK, lék á The Davenport Classic mótinu, sem er mót á Florida Professional Golf Tour og náði þeim glæsilega árangri að verða í 7. sæti. Golf 1 óskar Nökkva innilega til hamingju!!! Mótið var tveggja daga og fór fram 20.-21. nóvember. Spilað var á Ridgewood Lakes golfvellinum í Flórída, sem m.a hefir verið valinn besti golfvöllur Bandaríkjanna af Golf Digest. Sjá má heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR:  Samtals lék Nökkvi á 3 undir pari, 141 höggi (70 71) og hlaut $ 650 (82.000 íslenskar krónur) fyrir árangurinn. Nökkvi deildi 7. sætinu með Ty Harris og Jhared Hack, sem báðir eru frá Flórída. Í efsta sæti varð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2012 | 10:15

Íslenska atvinnumannaliðið í neðsta sæti eftir 2. dag í Portúgal

 Í gær spiluðu golfkennararnir Ingi Rúnar Gíslason,GK;  Árni Páll Hansson, GR og Ólafur Hreinn Jóhannesson, GSE, sem skipa íslenska atvinnumannaliðið 2. hring sinn á  Europe International Team Champs 2012. Mótið fer fram á Onyria Palmares golfsvæðinu og  stendur dagana 20. – 23. nóvember 2012. Alls eru 25 lið sem taka þátt. Það er skemmst frá því að segja að þegar mótið er hálfnað vermir íslenska liðið neðsta sætið ásamt liði Rússa er T-24. Samtals er liðið búið að spila á 30 yfir pari, 318 höggum (161 157). Tvö bestu skor hvers dags telja. Í efsta sæti þegar mótið er hálfnað eftir 2. dag er lið Skota á samtals 10 undir pari (eitthvað nískir á höggin Lesa meira