Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2012 | 09:00

Graeme McDowell bað kærestu sinnar Kristin Stape á þyrlupalli Burj al Arab í Dubai

Ryder Cup stjarnan Graeme McDowell er í skýjunum eftir að hafa notað þyrlupall sem er í 200 metra hæð á 7-stjörnu Burj Al Arab hótelinu í Dubai til þess að biðja kærestu sinnar Kristin Stape.

Burj Al Arab í Dubaí – 7 stjörnu hótelið

McDowell fór niður á hnén til þess að biðja hinnar 33 ára Stape sem sagði já við bónorði hans án þess að hika.

Parið hefir þekkst í 2 1/2 ár allt frá því Stape var fengin til þess að vera innanhúshönnuður í hallarlíku heimili GMac í Orlandó.

McDowell sagði að þetta hefði verið mjög tilfinningarík stund þegar hann bað Stape fyrir 1 degi síðan, en hann er búinn að vera í  Dubai allt frá því hann hóf æfingar fyrir Australian Masters í Melbourne.

„Ég gerði þetta almennilega með því að fara niður á annað hnéð og hún var mjög sjokkeruð og hafði ekki hugmynd um hvað um væri að vera,“ sagði McDowell.

„Hún var svo sjokkeruð og hissa og ég jafnvel fann að ég var tilfinningasamur.“

„Þetta var mjög sérstök og ótrúleg staðsetning með útsýni yfir Dubai frá Burj Al Arab hótelinu og við munum líklega gifta okkur í lok næsta árs.“

„Það skrítna er að hún kom á þetta mót á síðasta ári og við fórum upp í the Al Muntaha Restaurant sem er á toppi  Burg Al Arab.“

„Þannig að ég var búinn að bóka borðið fyrir 2 vikum og við fórum aftur þangað og ég sagði henni svo að hótelið ætlaði að gefa okkur heimild til þess að við gætum skoðað það nánar m.a. með því að fara á þyrlupall þess.“

„En ég verð að segja ég var mjög stressaður þegar ég bað hennar vegna þess að ég var búinn að undirbúa smá ræða og ég „choke-aði“ allur upp vegna þessa.“

„Hún hafði ekki sjéns að „choke-a upp“ þ.e. á íslensku fara í kerfið hún var bara sjokkeruð og okkur hefir verið sagt að þetta sé fyrsta bónorðið á þyrlupallinum.

„En við erum bæði 33 ára og við viljum halda áfram og stofna fjölskyldu með öllu.“

Burj Al Arab hótelið er 4. hæsta hótelið í heiminum en þyrlupallur þess hefir verið frægur ekki fyrir þyrlurnar sem þar lenda og fara af stað heldur vegna þess að hann er vinsæll (mynda)tökustaður  fræga fólksins.“

T.a.m. hafa Tiger Woods og Rory McIlroy báðir verið myndaðir að slá golfbolta af pallinum meðan Roger Federer og Andre Agassi létu heiminn standa á öndinni 2005 þegar þeir spiluðu tennis á honum .

„Ég kynntist  Kristin þegar ég réði fyrirtæki hennar til þess að hanna hús mitt við Lake Nona og þar sem ég er innanhúshönnuður þá er hægt að segja að okkur hafi strax komið vel saman,“ sagði GMac.

„Þannig að nú flytur hún inn í húsið sem hún hannaði og vonandi hefir hún hannað hús sem henni líkar við því það mun kosta mig mikið ef við breytum því en ég bara sé það ekki gerast,“ sagði Graeme brosandi.

„Hún er frábær kona og bæði fjölskylda mín og hennar eru ánægðar yfir fréttunum.“

„Við höfum ekki ákveðið hvar við munum gifta okkur en það mun líklega vera einhvers staðar í Flórída eða kannski á Bahama-eyjum þar sem mér líkar hugmynd Darren (Clarke), sem kvæntist á strönd á Bahamas sem var æðislegt og myndirnar voru frábærar.“

McDowell sagði að hann hefði aðeins varið 3 nóttum í nýja húsinu sínu.

„Við hlökkum til að fara aftur tilbaka til þess að flytja opinberlega í húsið eftir viðburð þessarar vikur, þar sem við náðum aðeins 3 nóttum þar frá því það var byggt,“  sagði Graeme .

„Þetta er bara 4 svefnherbergja hús þannig að það ætti að fara vel um okkur Kristin.“

„Hvað sem öðru líður ætlar Kristin að koma á mót Tiger í næstu viku í LA á síðasta mót mitt á þessu ári.“

Og McDowell sagði að ekkert mynd gleðja sig meir en að halda upp á trúlofunina með sigri á Dubai World Tour Championship.

„Á fyrsta móti mínu sem trúlofaðs manns varð ég meðal 10 efstu í síðustu viku á Australian Master þannig að sigur í þesari viku myndi vera frábær,“ sagði hann.

Heimild: Golf by Tour Miss