Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2012 | 18:00

Bílafloti Rickie Fowler

Hér fyrir skemmstu sýndi Golf 1 skemmtilega auglýsingu Red Bull Kluge, svalt myndskeið þar sem einn af svölustu kylfingum á PGA Tour, Rickie Fowler kom fram ásamt nokkrum öðrum frábærum íþróttamönnum. Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Aðdáendur Rickie Fowler vita að stráksi elskar mótorhjól og hraðskreiða bíla jafnvel eins mikið og golf. Hann varði síðustu helgi í Austin með Red Bull fólkinu á Formula 1 Grand Prix.

Á mánudagskvöldið var Fowler að spjalla við nokkra aðdáendur á Twitter. Aðdáandi Fowler sem jafnframt er mikill bílaaðdáandi sagði að hann vissi að Fowler ætti Nissan GTR, Porsche 911 GT3RS og Cadillac Escalade og hann spurði hvort Fowler ætti einhverja aðra bíla í viðtbót?

Fowler svaraði að hann ætti Mitsubishi Lancer Evolution X og Mini Cooper S,  árgerð 1996, sem væri með stýrið á hægri hlið.

Fowler deildi m.a. myndum af uppáhaldsbílum sínum, en myndir af þeim fylgja með fréttinni hér að ofan. Sá sem er ofar er Porsche 911 og sá að neðan er  Mini-Cooper-inn.

Þetta eru eins ólíkir bílar og hugsast getur en með þetta sérstaka „Fowler-touch“ – appelsínugulir og svalir!