Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2012 | 10:00

Evróputúrinn: Nokkrar staðreyndir um sigur Rory McIlroy á Dubai World Tour Championship

Hér verða taldar upp nokkrar staðreyndir um hvað sigur Rory McIlroy á Dubai World Tour Classic inniber….. fyrir utan að Caroline Wozniacki, kæresta hans fær eflaust eitthvað virkilega fallegt í jólagjöf 🙂  :

•   Þetta er 5. alþjóðlegi sigur hans á Evróputúrnum í 115 mótum, sem hann hefir tekið þátt í.

•   Með sigrinum setti Rory nýtt met í upphæð verðlaunafjár á einu keppnistímabili en hann vann sér inn  €5,519,117 (u.þ.b. 899  milljónir íslenskra króna. Þetta slær við fyrra meti Luke Donald frá því í fyrra, 2011 um  €5,323,400 (u.þ.b. 868 milljónir íslenskra króna).

•   Þetta er 2. titill hans á Evróputúrnum, eftir að hann vann PGA Championship risamótið.

•   Þetta er 2. keppnistímabilið í röð, sem hann er með fleiri en 1 vinning. Árið 2011 vann hann Opna breska og UBS Hong Kong Open.

• Rory er 6. kylfingurinn á keppnistímabili Evrópumótaraðarinnar 2012, sem vinnur oftar en 1 sinni. Þeir sem unnið hafa fleira en 1 mót á Evróputúrnum 2012 eru því: Branden Grace (Joburg Open, Volvo Golf Champions, Volvo China Open og Alfred Dunhill Links Championship), Louis Oosthuizen (Africa Open og Maybank Malaysian Open), Bernd Wiesberger (Ballantine’s Championship og Lyoness Open powered by Greenfinity), Paul Lawrie (Commercialbank Qatar Masters presented by Dolphin Energy og Johnnie Walker Championship í Gleneagles), Peter Hanson (KLM Open og BMW Masters) og nú Rory McIlroy (US PGA Championship og DP World Tour Championship, Dubai).

•   Rory hefir sigrað 4 síðustu titla sína á Evróputúrnum í aðeins 26 mótum, sem hann hefir tekið þátt í þ.e. frá Opna breska 2011.

•  Rory hefir verið meðal 10 efstu 17 sinnum í 26 mótum á Evróputmótaröðinni sé talið frá Opna breska 2011.

•   Á þessu keppnistímabili hefir hann verið með 10 efstu í 10 af 15 mótum hans á Evróputúrnum.

•   Hann er 4. yngsti leikmaður í sögu Evróputúrsins til þess að sigra á 5 mótum. McIlroy er nú 23 ára og 205 daga ungur. Hann er 4. í röðinni á eftir Seve Ballesteros (21 árs og 42 daga), José María Olazábal (23 ára og 21 daga) og Sandy Lyle (23 ára og 90 daga).

AÐRAR STAÐREYNDIR

•   Þetta er 2. sigur Rory á Evróputúrnum, en fyrra mótið er Dubai Desert Classic 2009 og þriðji af fimm sigrum hans á Evrópumótaröðinni eftir að farið var að spila í Asíu.

•   Sigur hans kom eftir 4. skiptið, sem hann tekur þátt í DP World Tour Championship, í Dubaí.

•   Þetta er besti árangur hans í mótinu frá 2009 þegar hann varð 3. í mótinu.  (Hann varð líka í 5. sæti 2010 og í 11. sæti 2011.)

•   Rory hefir að meðaltali unnið sér inn €367,941 (um 60 milljónir íslenskra króna) í þeim 15 mótum, sem hann hefir tekið þátt í á Evróputúrnum, 2012. .

•   Rory er búinn að vinna sér inn meira en  €15 milljónir (tæpa 2,5 milljarða íslenskra króna) í opinberu verðlaunafé aðeins í 115 mótum sem hann hefir tekið þátt í á Evróputúrnum, sem er að meðaltali €138,486 (22,5 milljónir króna) per mót.

•   Þetta er í 4. sinn af 5 mótum á Evróputúrnum þar sem hann hefir verið í forystu eða deilt forystu með öðrum fyrir lokahringinn. (Eina skiptið sem hann var ekki í efsta sæti fyrir lokahringinn var árið 2011 þegar hann vann UBS Hong Kong Open).

•   Þetta er 46. sigur Norður-Íra í sögu Evróputúrnum.

•   Þetta er 3. sigur Norður-Íra á 2012 keppnistímabilinu; Hinir Norður-Írarnir sem sigrað eru, eru: Michael Hoey á Trophée Hassan II og Rory McIlroy á PGA Championship.

•   Þetta er 5. sigur Rory 2012; Hinir eru:  The Honda Classic, US PGA Championship, Deutsche Bank Championship og BMW Championship.

•   Með þessum 5. alþjóðlega sigri sínum er Rory McIlory sá sem unnið hefir flesta sigra á stærstu mótaröðunum árið 2012, ásamt Branden Grace.

•   Loks er þetta er 10. sigur Rory McIlroy, sem atvinnukylfings.