Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2012 | 21:30

Tár trúðsins: – Christina Kim þunglynd (3. grein af 8)

Skv. Geðheilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (ens. National Institute of Mental Health) þjást, 14.8 milljónir fullorðinna Bandaríkjamanna þ.e. 6.7% af bandarísku þjóðinni af þunglyndi og yfir 30,000 Bandaríkjamenn fremja sjálfsmorð á hverju ári. „Þetta er útbreiddur sjúkdómur alveg á borð við hjarta- og kransæðasjúkdóma eða sykursýki,“ segir Dr. Michael Lardon, geðlæknir í San Diego, sem sérhæfir sig í að vinna með íþróttamönnum og hefir verið með leikmenn mótaraðanna í golfi í meðferð, þ.á.m. 6 risamótsmeistara, í 21 ár. (Þetta er fyrsta árið hans, sem hann er ekki með sjúklinga á LPGA, en hann er sem stendur með 10 sjúklinga af PGA og Web.com mótaröðunum. „Því miður grasserar þessi sjúkdómur í myrkri leyndarinnar sem umvefur hann í bakgrunninum.“

John Daly er litskrúðugur kylfingur.

Þó að brennimarkið sem loðir við geðsjúkdóma hafi rénað á síðustu árum þá er þetta en umræðuefni sem ekki er til umræðu meðal topp íþróttamanna. „Fólk fer einfaldlega hjá sér að tala um það,“ segir John Daly, sem er einn af fáum PGA Tour kylfingum sem hefir talað um baráttu sína við geðsjúkdóma og ofnotkun eiturlyfja. Daly,sem eins og Kim á í sérstöku sambandi við áðdáendur sína og er með mikinn persónuleika, hefir verið í meðferð í 4 ár og segir að þau hafi verið bestu ár ævi sinnar.

„Maður verður að tala um það við einhvern – fjöskyldu, kannski ekki allan heiminn eins og ég… en einhvern. Lifið í framtíðinni. Ég get ekki lifað í fortíðinni – helv…. Ég væri búinn að fremja sjálfsmorð hefði ég lifað í fortíðinni.“

Lardon hvetur fræga sjúklinga sína til þess að segja sögur sínar um þunglyndi og meðferðina og hann vinnur með risamótssigurvegara, sem hann segir að sé nálægt því að koma fram og segja frá baráttu sinni.  „Íþróttamenn eru settir á stall sem hálf-yfirmannlegir,“ segir hann. „Ef þeir geta komið fram og hrakið í burtu það brennimark sem hvílir á málum um geðveiki, væri mikil hjálp í því. Fólk er svo oft ónauðsynlega án hjálpar. Í praksís-inni minni missi ég einhvern á hverju ári og þeir taka með sér hluta af mér,“ segðir Lardon.

Atvinnumenn í golfi hafa ekki sloppið og meðal þeirra hafa nokkrir framið sjálfsmorð. Árið 2004 framdi fyrrum PGA Tour kylfingurinn Michael Christie, 34 ára, fyrrum All-American við  University of South Carolina, sem var meiddur þannig að hann varð að fara í Q-school til þess að komast á Nationwide Tour, sjálfsmorð. Hann lauk lífi sínum með byssuskoti í höfuðið. Vinur hans sagði Golf World magazine að sig grunaði að Christie hefði þjáðst af manio-depressívu.

Árið 2006, hafði PGA Tour nýliðinn og Ástralinn Steven Bowditch,  sem greinst hafði með þunglyndi verið svefnlaus í 12 daga – hann klæddi sig í lög af fatnaði og stökk út í sundlaug og reyndi þannig að binda enda á líf sitt. Sem betur fer fannst hann fljótandi í sundlauginni og það tókst að blása lífi í hann.

Árið 2010 fannst LPGA leikmaðurinn Erica Blasberg látin í íbúð sinni með plastpoka um höfuð sér og hátt stig lyfja í blóðinu. Blasberg, var framúrskarandi áhugamaður í golfi en á LPGA stóð hún aldrei undir þeim kröfum sem til hennar voru gerðar – hún var fegurðin uppmáluð, aðeins 25 ára og fjölskylda hennar vissi vel af því að hún átti við andlega vanheilsu að stríða.