HBB vann Páska Texas Scramble hjá Golfklúbbi Sandgerðis í gær, ásamt Birgi Arnari Birgissyni. 5. april 2012 og Nettó haustmótaröð GSG. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2012 | 15:15

GSG: Hafþór Barði Birgisson sigraði á Nettó mótaröðinni

Nú í haust hefir farið fram Nettó-mótaröðin á Kirkjubólsvelli þeirra Sandgerðinga.

Alls voru um 138 kylfingar sem þátt tóku í mótinu.

Alls fóru fram 6 mót í mótaröðinni og giltu 4 bestu skor af 6.

Auk þess voru veitt sérstök verðlaun að loknu hverju móti.

Sigurvegari Nettó-mótaraðarinnar 2012 varð Hafþór Barði Birgisson, GSG, á samanlögðum 148 punktum.

Þeir sem voru í efstu 10 sætunum voru eftirfarandi:

1.sæti Hafþór Barði Birgisson 148 punktar.
2.-3. sæti Annel Jón Þorkelsson 145 punktar.
2.-3. sæti Halldór Rúnar Þorkelsson 145 punktar.
4. sæti Þór Ríkharðsson 144 punktar.
5. sæti Einar S Guðmundsson 142 punktar.
6. sæti Erlingur Jónsson 141 punktar.
7. sæti Daníel Einarsson 140 punktar.
8.-9. sæti Karl Hólm 137 punktar.
8.-9. sæti Hannes Jóhannsson 137 punktar.
10. sæti Halldór Aspar 135 punktar.