
Heimslistinn: Justin Rose kominn í 4. sæti – hefir aldrei náð svona hátt
Justin Rose stóð sig stórglæsilega í gær á lokahring Dubai World Tour Championship, setti nýtt, flott vallarmet: 62 högg, sem hann á einn og náði 2. sætinu í þessu lokamóti Evrópumótaraðarinnar.
Það hafði svo sannarlega áhrif á stöðu Rose á heimslistanum því hann fer upp um heil 3 sæti á topp 10, sem gerist ekki alla daga: þ.e. fer úr 7. sætinu í 4. sætið!!!!
Rory McIlroy tryggir sig svo um munar í 1. sætinu og situr sem fastast þar – nú munar 4,32 stigum á honum og Luke Donald, sem nefþjáður varð T-3 á mótinu í Dubai.
Adam Scott heldur 5. sæti sínu á heimslistanum, en Lee Westwood er fallinn í 6. sætið og Louis Oosthuizen fellur úr 6. sætinu í það sjöunda.
Heimslistinn þessa vikuna lítur svona út:
1. sæti Rory McIlroy 13.60 stig
2. sæti Luke Donald 9.28
3. sæti Tiger Woods 8.89
4, sæti Justin Rose 6.66
5. sæti Adam Scott 6.50
6. sæti Lee Westwood 6.39
7. sæti Louis Oosthuizen 6.35
8. sæti Jason Dufner 5.74
9. sæti Webb Simpson 5.61
10. sæti Brandt Snedeker 5.56
11. sæti Bubba Watson 5.39
12. sæti Ian Poulter 5.13
13. sæti Phil Mickelson 5.13
14. sæti Steve Stricker 4.98
15. sæti Keegan Bradley 4.90
16. sæti Nick Watney 4.86
17. sæti Peter Hanson 4.81
18. sæti Matt Kuchar 4.79
19. sæti Dustin Johnson 4.73
20. sæti Ernie Els 4.64.
Til þess að sjá stöðu 300 efstu kylfinga á heimslistanum SMELLIÐ HÉR:
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open