Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2012 | 18:00

Afmæliskylfingur: Chris Wood – 26. nóvember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Christopher James Wood (alltaf kallaður Chris). Hann er fæddur 26. nóvember 1987 í Bristol, Englandi og er því kvart úr öld í dag!!!

Chris var í Golden Valley Primary School í Nailsea frá 4-11 ára aldurs, áður en hann byrjaði í Backwell skólanum. Hann byrjaði í golfi mjög ungur, en hafði á þeim tíma alveg jafnmikinn áhuga á fótbolta og stefndi alltaf á að spila með Bristol City Football Club. Hann var félagi í the Long Ashton Golf Club nálægt Bristol 9 ára gamall og við 12 ára aldurinn var forgjöf hans orðin eins-stafs. Chris Wood sigraði English Amateur Order of Merit árin 2007 og 2008.

Hann gerðist atvinnumaður í golfi um tvítugt, árið 2008. Hann spilar sem stendur á Evrópumótaröðinni en hefir ekki sigrað enn þar. Einn besti árangur hans er að hafa verið með lægsta skor áhugamanna á Opna breska 2008 á Royal Birkdale golfvellinum og eins varð hann T-3 á þessu elsta risamóti allra risamóta, þegar það var haldið ári síðar á Turnberry.  Í ár, 12. ágúst 2012  sigraði Chris Wood á Thailand Open, sem er mót á One Asia Tour.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Louise Parks, 26. nóvember 1953 (59 ára); John Samuel Inman, 26. nóvember 1962 (50 ára stórafmæli!!!)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is