Bestu par-3 brautir í heiminum (nr. 10 af 10)
Það er við hæfi að ljúka upptalningu á 10 bestu par-3 holum í heimi – þar sem stikklað hefir verið á helstu par-3 holum í 5 heimsálfum – á heimili golfins…. heima í Skotlandi. Það er ekki til neitt ríki í heiminum þar sem eins mikil hefð er fyrir golfi og í Skotlandi. Heimildir eru um golf þar allt frá 15. öld þegar James konungur II bannaði golf með lögum frá 1457. Golf var samt spilað á þeim golfvöllum sem við elskum og spilum á enn í dag allt frá 16. öld – Carnoustie (1527); Aberdeen (1538); St. Andrews (1552); Montrose (1562). Árið 1880 voru 42 golfvellir í Skotlandi – Lesa meira
NK: Aðalfundur haldinn í gær og Ólafur Ingi Ólafsson kjörinn nýr formaður
Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins 2012 var haldinn í gær, laugardaginn 24. nóvember. Rúmlega 80 félagar í klúbbnum sátu fundinn. Lögð var fram skýrsla stjórnar og reikningar sem voru samþykktir samhljóða. Helstu tölur úr rekstri klúbbsins voru að rekstrartekjur voru um 57 milljónir og rekstargjöld um 48,5 milljónir. Eftir framkvæmdir og fjárfestingar var hagnaður tæplega 200 þúsund. Heildarskuldir klúbbsins eru bókfærðar um 1.900 þúsund. Eggert Eggertsson, formaður klúbbsins lét af embætti á fundinum. Eggert hlaut á fundinum verðskuldað lof fyrir störf sín á átta ára formanns tíð hans og veitti Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti Golfsambands Íslands Eggerti gullmerki GSÍ við tilefnið. Aðrar viðurkenningar sem veittar voru fyrir mikil og vel Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Art Wall – 25. nóvember 2012
Arthur Jonathan Wall, Jr., alltaf kallaður Art Wall fæddist 25. nóvember 1923 í Honesdale, Pennsylvaníu. Hann stundaði nám við Duke University og útskrifaðist 1949 sem viðskiptafræðingur. Á atvinnumannsferli sínum vann hann 24 sinnum, þar af 14 sinnum á PGA. Af 14 titlum sínum á PGA vann hann 4 árið 1959, en það ár var hann valinn leikmaður ársins á PGA og hlaut Vardon Trophy fyrir lægsta meðaltalsskor. Eins var hann efstur á peningalistanum það ár með verðlaunafé upp á $53,167.50 sem er eitthvað í kringum $360.000,- uppreiknað á gengi dagsins í dag. Art Wall Hápunktur ferils Arts á PGA var þegar hann sigraði 1959 á Masters. Á lokahringnum fékk hann 5 Lesa meira
Evróputúrinn: Rory kveður árið 2012 með stæl – með sigri í Dubai!!! – Justin Rose setti nýtt 62 högga vallarmet á Earth Course
Það var Rory McIlroy sem bar sigur úr býtum í Dubai World Tour Championship. Hann spilaði hringina fjóra á samtals 23 undir pari og spilaði á samtals 265 höggum (66 67 66 66). Rory átti 2 högg á Englendinginn Justin Rose, sem varð í 2. sæti á 21 höggi undir pari samtals, þ.e. 267 höggum (68 68 69 62). Rose setti jafnframt glæsilegt nýtt vallarmet á Earth Course, en undanfarna daga höfðu Indverjinn Jeev Milkha Singh og Sergio Garcia jafnað gamla vallarmetið upp á 64 högg, sem þeir deildu með 5 öðrum. Justin Rose spilaði lokahringinn á Dubai World Tour Championship á 62 glæsihöggum; fékk örn á par-5 14. brautina, Lesa meira
Frægir kylfingar: Dennis Quaid
Dennis William Quaid er með betri kylfingum í Hollywood, með 5 í forgjöf. Hann er fæddur 9. apríl 1954 í Houston, Texas og því 58 ára á árinu. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið svo tekið væri eftir í kringum 1980 og síðan þá hefir hann leikið í fjölmörgum kvikmyndum meðal þeirra þekktari eru: Breaking Away, The Long Riders, The Right Stuff, Enemy Mine, Great Balls of Fire!, The Big Easy, Far from Heaven, The Rookie, The Day After Tomorrow, Traffic, Vantage Point, Footloose, Frequency, Wyatt Earp, The Parent Trap, Soul Surfer and Innerspace. Eins var hann í hlutverki annars frægs kylfings, Clinton forseta í kvikmyndinni The Special Relationship frá árinu Lesa meira
LPGA: Hverjir eru bestu 5 nýliðar ársins 2012 á LPGA?
Hér verður farið yfir þá 5 nýliða á LPGA sem staðið hafa sig best á árinu: So Yeon Ryu – Hún hlaut titilinn nýliði ársins á LPGA enda hefir hún átt eitt besta nýliðaár í sögu mótaraðarinnar. Hún komst í gegnum 23 niðurskurði af 24 mótum sem hún tók þátt í og var í 6. sæti á peningalistanum. Hún sigraði á Jaime Farr Toledo Classic, hún varð 12 sinnum meðal 5 efstu í mótum LPGA á árinu og 16 sinnum meðal efstu 10. Hún er nú þegar nr. 8 á Rolex-heimslista kvenna og ef hún getur snúið einhverjum af topp-5 áröngrum sínum í sigur gæti hún farið alla leið á toppinn. Lexi Lesa meira
Golfgrín á laugardegi
Áttræður Bandaríkjamaður flutti til nýrrar borgar og gekk þ.a.l. í nýjan golfklúbb. Þegar hann kom í fyrsta sinn í klúbbhúsið litu nokkrir klúbbfélagar á hann með ákefð í augum: aahhhh þarna væri eldri borgari sem e.t.v. væri hægt að sigra í veðmálum (alltaf til einhverjir kylfingar sem vilja vinna pylsur eða pening af þeim, sem þeir telja ekki vera eins góða kylfinga og þeir sjálfir!) Áttræði kylfingurinn gerði ekkert til þess að draga úr eftirvæntingu þeirra. „Ég sló bara ansi vel í dag,“ sagði hann „en ég á í nokkrum vandræðum með að komast úr djúpum glompum.“ Þeir kylfingar sem ætluðu sér að græða á gamla manninum hugsuðu „Aha! Völlurinn Lesa meira
Fyrirhugað er að gera breytingar á Old Course
Fyrirhugað er að betrumbæta einn þekktasta golfvöll heims; sjálfan Old Course, „vöggu golfsins“ – á St. Andrews, Skotlandi, annan uppáhaldsgolfvalla íslenskra kylfinga erlendis, skv. nýlegri könnun Golf 1. Breytingarnar á að gera til þess að gera völlinn meira krefjandi fyrir bestu kylfinga heims, sem snúa aftur til „heimilis golfsins“ á Opna breska risamótið, sem fyrirhugað er að halda að nýju á St. Andrews árið 2015. Hinn virti golfvallararkítekt Martin Hawtree hefir verið ráðinn af St. Andrews Links Trust, sem sér um allar framkvæmdir á Old Course og 6 öðrum völlum á „heimili golfsins“ og The R&A Championship Committee, sem sér um framkvæmdarhlið á þessu elsta móti golfsins (Opna breska), til þess að Lesa meira
Evróputúrinn: Sergio Garcia og Jeev Milkha Singh jafna vallarmetið á Earth Course í Dubai
Það er skammt stórra högga á milli. Í gær átti Spánverjinn Sergio Garcia, mjög einkennilegan hring, sem þó varð til þess að honum tókst að jafna vallarmetið á Earth Course á Jumeirah golfstaðnum, þar sem Dubai World Tour Championship, lokamót Evrópumótaraðarinnar fer nú fram um þessa helgi. Vallarmetið á Earth Course er 64 högg. Hringur Garcia var einkennilegur því skorkort hans var mjög skrautlegt, ekkert jafnvægi allar tegundir skora: tveir ernir, níu fuglar, þrjú pör, tveir skollar og einn skrambi. Í gær var Garcia í 18. sæti en eftir daginn í dag er hann kominn niður í 31. sætið , eftir „slæman“ hring upp á 73 högg þ.e. spilaði á Lesa meira
Evróputúrinn: Luke Donald og Rory McIlroy leiða á Dubai World Tour Championship fyrir lokadaginn
Það eru heimsins besti, Rory McIlroy og Luke Donald sem deila 1. sætinu eftir 3. dag á Dubai World Tour Championship. Rory og Luke eru búnir að spila á samtals 17 undir pari, 199 höggum, hvor: Rory (66 67 66) en Luke Donald (65 68 66). Donald jók skollafrían holufjölda sinn á Earth golfvelli Jumeirah golfstaðarins í Dubai í 100 holur – en síðasta skiptið sem hann missti högg á vellinum var á 8. holu á 2. hring fyrir ári síðan. McIlroy tókst að halda í við Donald fékk að vísu skolla á 1. braut en fylgdi því eftir með 5 fuglum og erni á löngu 14. brautinni. Í 3. sæti eru tveir risamótsmeistarar Lesa meira










