Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2012 | 02:30

PGA: Graeme McDowell í efsta sæti á World Challenge þegar mótið er hálfnað

Norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell er í efsta sæti þegar World Challenge mót Tiger Woods er hálfnað.

Leikið er á golfvelli Sherwood Oaks CC í Thousand Oaks, Kaliforníu.

McDowell er á samtals 9 undir pari, 135 höggum (69 66) og er kominn með 3 högga forskot á Bandaríkjamennina Bo Van Pelt, Keegan Bradley og Jim Furyk, sem eru í 2. sæti.

Einn í 5. sæti er nr. 3 á heimslistanum, Tiger Woods á samtals 5 undir pari, 139 högg (70 69).

Rickie Fowler og forystumaður 1. dags Nick Watney deila síðan 6. sætinu á 4 undir pari, 140 höggum, hvor.

Til þess að sjá stöðuna á World Challenge þegar mótið er hálfnað SMELLIÐ HÉR: