Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2012 | 14:30

Sólskinstúrinn: Paul Lawrie efstur á Nedbank Golf Challenge þegar mótið er hálfnað

Það er Skotinn Paul Lawrie, sem leiðir á Nedbank Golf Challenge, þegar mótið er hálfnað. Leikið er í Gary Player Country Club í Sun City, Suður-AFríku.  Lawrie er samtals búinn að spila á 4 undir pari, 140 höggum (71 69).  Í dag lék Lawrie á 3 undir pari, fékk 4 fugla 13 pör og 1 skolla.

Í 2. sæti er þýski kylfingurinn Martin Kaymer, aðeins 1 höggi á eftir á 3 undir pari, 141 höggi (72 69).

Þriðja sætinu deila Bill Haas, Francesco Molinari, Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel; allir á samtals 1 höggi undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna þegar Nedbank Golf Challenge er hálfnað SMELLIÐ HÉR: