
LPGA: Moriya Jutanugarn með 6 högga forystu á lokaúrtökumóti LPGA eftir 3. hring
Moriya Jutanugarn frá Thaílandi jók forystu sína úr 3 í 6 högg eftir 3. hring föstudagsins á lokaúrtökumóti LPGA.
Jutanugarn átti 3. hring upp á 3 undir pari 69 högg og er samtals á 13 undir pari 203 högg.
Japanska stúlkan Ayako Uehara var líka á 69 höggum og er komin í 2. sætið á samtals 7 undir pari.
Rebecca Lee-Bentham endurtók leik sinn frá deginum þar áður og var á 5 undir pari, 67 höggum. Hún fór úr T-31 stöðu í 3. sætið sem hún deilir með Lacey Agnew (74).
Áhugamaðurinn Marita Engzelius var líkt og forystukonan Jutanugarn á 3 undir pari, 69 höggum og lauk þriðja hring T-5 á samtals 4 undir pari, 212 höggum. Hún deilir sem sagt 5. sætinu með Stephanie Sherlock (71), Kelly Jacques (71) og Haley Millsap (68).
Kim Welch (73), Ashleigh Simon (72), Chie Arimura (72) og Felicity Johnson (69) deila 9. sæti allar á samtals 3 undir pari, hver.
Laura Diaz (73) og Christina Kim (75) eru síðan meðal tvöfaldra sigurvegara á LPGA sem eru í hópi 5 kylfinga sem allir deila 13. sætinu á samtals 2 undir pari, 214 höggum samtals. Þetta er í fyrsta sinn sem Christina Kim þarf að fara í Q-school en hún hlaut kortið sitt upprunalega í gegnum þá mótaröð sem nú heitir Symetra (hét áður Futures Duramed).
Til þess að sjá stöðuna á lokaúrtökumóti LPGA á Daytona Beach SMELLIÐ HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023