
NÝTT: Bókarkynning: “The Match – The day the game of golf changed forever” – Inngangur (1. grein af 24)
Mark Frost er höfundur metsölubókarinnar: “The Match – The day the game of golf changed forever.” Hann hefir áður ritað tvær bækur um golf, sem hafa sögulegt gildi, en þær fjalla um tvo af upphafsmönnum golfíþróttarinnar í Bandaríkjunum. Fyrri bókin er “The Grand Slam: Bobby Jones, America, and the Story of Golf” sem fjallar um atvinnukylfinginn Bobby Jones, sem er einn af aðeins 5 kylfingum til dagsins í dag, sem unnið hefir öll risamót í golfíþróttinni.
Seinni bókin er “The Greatest Game Ever Played” og fjallar um Bandaríkjamanninn Francis Quimet sem var fyrsti áhugamaðurinn til að sigra US Open, árið 1913 og þar með tvo af fremstu kylfingum heims þess tíma, Bretana Harry Vardon og Ted Ray. Á næsta ári verða einmitt liðin 100 ár frá þessum merkilega atburði í bandarískri golfsögu. Mark Frost leikstýrði Disney kvikmynd, sem gerð var eftir bók hans árið 2005, með leikaranum Shia La Bouef í aðalhlutverki, sem Francis Quimet og er hún uppáhaldskvikmynd margs kylfingsins. Fræg er ljósmynd sem tekin var af Quimet ásamt kylfusveini sínum á eftir sigur hans í mótinu, hinum 10 ára gamla Eddie Lowery. Myndin hefir lengi verið táknmynd golfíþróttarinnar í Bandaríkjunum og er stytta af Quimet og Lowery, sem unnin var eftir ljósmyndinni í heimabæ þeirra, Brookline, Massachusetts.
Verður síðar fjallað um fyrri bækur Frosts hér á Golf1.is
Þriðja og nýjasta “golfbók” Mark Frost, sú sem ætlunin er að kynna hér á Golf1.is í 24 greinum er: “The Match – The day the game of golf changed forever.” Hún er að öllu leyti sannsöguleg, líkt og fyrri tvær bækur Mark Frost.
Árið er 1956. 43 ár eru liðin frá “besta leik sem nokkru sinni hefir verið spilaður.” (ens.: “The Greatest Game Ever Played”). Hinn ungi kylfusveinn Francis Quimet, Eddie Lowery, er nú orðinn auðugur bílasali, milljónamæringur, bandaríski draumurinn holdi klæddur, sem styður áhugamannagolf í Bandaríkjunum af mikilli rausn. Hann veðjar við félaga sinn, milljónamæringinn George Coleman um að enginn geti sigrað tvo starfsmenn hans, áhugamennina Ken Venturi og Harvie Ward í fjórleik, þ.e. betri bolta. Lowery skorar á Coleman að koma með hvaða kylfinga í heiminum, sem er kl. 10 morguninn eftir, annars vinni hann veðmálið. Coleman tekur áskoruninni og mætir út á golfvöll með atvinnumennina Ben Hogan og Byron Nelson, sem voru bestu kylfingar í heimi á sínum tíma og höfðu þá áður en “The Match” fór fram, samtals unnið 14 risamót sín á milli.
The Match er því í raun keppni milli 2 áhugamanna og 2 bestu atvinnumanna heims árið 1956; en fyrir þann tíma var í raun lítill munur milli þeirra og höfðu áhugamenn oft betur í leiknum. Upp úr 1956 breyttist leikurinn, svo mikið, að í dag eigum við erfitt með að ímynda okkur Rory McIlroy og Luke Donald (nr. 1 og 2 í heiminum; en Hogan og Byron voru svo sannarlega nr. 1 og 2 síns tíma) – keppa við einhverja áhugamenn í fjórleik.
Um “The Match” þ.e. fjórleikinn, sem fram fór sagði Ken Venturi, sem er aðalheimildarmaður bókarinnar, enda sá eini af kylfingunum fjórum, sem spiluðu “the Match”, sem er enn á lífi: “The Match was a dream I never thought would come true. If I hadn´t been there I wouldn´t believe it myself, and if you know anything about sports or the game of golf, once you pick up this book you won´t put it down. No one will ever see an event like this again. Fiction can´t touch it.” (lausleg íslensk þýðing: “Leikurinn” var draumur sem ég hélt að myndi aldrei rætast. Ef ég hefði ekki verið þarna myndi ég ekki trúa því sjálfur og ef þú veist eitthvað um íþróttir eða golfleik, þá muntu ekki geta lagt þessa bók frá þér eftir að þú hefir tekið þér hana í hönd. Enginn mun nokkru sinni sjá atburð sem þennan að nýju. Skáldskapur kemst ekki með tærnar þar sem raunveruleikinn hefir hælana hér!”
Ekki er til kvikmynd um „The Match“ enn, en umræður um hugsanlega kvikmynd má sjá á ýmsum spjallrásum SJÁ T.D. HÉR: Þeim sem lesið hafa bókina „The Match“ finnst hún undantekningarlaust besta golfbók, sem þeir hafa lesið. Spurning hvort hægt sé að festa hana á filmu þannig að úr verði áhugaverð kvikmynd sem höfði til almennings en ekki bara hörðustu kylfinga?
Áður en farið er nánar út í söguþráðinn á “The Match” verða aðalsöguhetjurnar fjórar Ken Venturi, Harvie Ward, Ben Hogan og Byron Nelson kynntar til sögunnar; einkum kynningin á Hogan er tímafrek og skiptist hún í 9 hluta.
Að kynningu á aðalpersónunum loknum verður 4 greinum varið í söguþráðinn á The Match og kynningunni á þessari mjög svo sérstöku sögu lýkur síðan hér á Golf1.is með kynningu á og viðtali við þann sem skráði söguna Mark Frost, á Þorláksmessu og Aðfangadag.
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023