Tiger Woods
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2012 | 09:00

Álit Tiger á breytingunum á St. Andrews – samþykkur sumu en finnst breytingin á 17. braut Old Course óþörf

Tiger Woods þekkir Old Course á St. Andrews út og inn en hann á metið fyrir lægsta heildarskori á vellinum í móti þ.e. 19 undir pari, sem hann setti á Opna breska 2000.

En þegar Tiger kemur aftur til að spila Old Course árið 2015 mun völlurinn verða aðeins breyttur og 14 faldur sigurvegari risamóta er alls ekki samþykkur öllum breytingunum, sem golfvallararkítektinn Martin Hawtree er þegar farinn að vinna að, með blessun R&S.

Breytingarnar sem gera á eru þær fyrstu á vellinum í 70 ár og fyrsti áfanginn er þegar hafinn, en meðal þess sem gera á er að víkka hina erfiðu 17. Road glompu.

Þegar eru hafnar framkvæmdir við að breyta Old Course á St. Andrews

Hér er stutt samantekt á þeim breytingum sem á að gera til þess að skilja betur það sem Tiger er að tjá sig um þar á eftir:

1. áfangi

Á 2. holunni verða sandglompurnar tvær hægra megin og næst flöt færðar nær hægri brún flatarinnar. Jarðvegurinn hægra meginn við flötina verður endurgerður til þess að skapa meiri brot og breiddin á 3. teig verður minnkuð til þess að koma þessari breytingu við. Sandglompurnar tvær á hægri hlið brautarinnar nálægt hvítu teigunum á 3. braut verða fjarlægðir. 

Á 7. braut mun verða fyllt upp í dæld á lendingarsvæði og svolítið mynni skapað. Svæðið hægra megin við flötina mun verða endurhannað til þess að fá meiri brot í flötina. 

Á par-3 11. holunni (The High) mun bakhluti flatarinnar verða lækkað til þess að búa til fleiri staðsetningar. 

Á frægu Road Bunker 17. holunni mun sandglompan verða víkkuð um hálfan meter til hægri og lítill hluti á fremmri parti flatarinnar mun verða endurhannaður til þess að fleiri aðhögg lendi þar (og þ.a.l. ofan í glompunni).

2. áfangi

Á 3. holunni mun fyrsta brautarglompan til hægri verða fjarlægð. Nýrri brautarglompu verður bætt við til hægri um 275 yarda (251 metra) frá hvítu teigunum.

Á 4. braut mun spora form á hægri hlið brautarinnar verða minnkað og glompan á hægri hlið flatarinar færð meira á brúnina. Jarðvegurinn undir hægri bakhluta flatarinnar mun verða endurhannaður.

Á 6. braut mun jarðvegurinn á hægri hlið flatarinnar verða endurhannaður. 

Á 9. braut mun brautarglompu verða bætt við skammt frá og vinstra megin flatarinnar um 25 yarda (23 metra) til vinstri og skáhallt við flötina frá síðastu glompunni hægra megin á brautinni. 

Á 15. flöt mun jarðvegurinn að baka til að flötinni verða endurhannaður til þess að búa til fleiri brot.       

Breytingarnar munu koma til framkvæmda á tveimur árum og áður en 144. Opna breska fer fram árið 2015.

——————————-

Á meðan Tiger er sammála sumum breytingunum þá er hann ekki að koma auga á hver rökin eru fyrir breytingum á 17. holu, og sérstaklega Road Hole sandglompunni frægu.

„Ég get alveg skilið rökin fyrir nokkrum af þessum breytingum, t.a.m. á 9. braut og 2. holunni,“ sagði hann.

„Ég trúi því að ef glompurnar eru færðar verði brautirnar betur spilanlegar. Við notum pinnann þarna að baka til hægri og ef við fáum vind sem er frá vinstri til hægri þá eru glompurnar ekki í leik vegna þess að þær eru svo nálægt þriðja teig.“

„En ég kem vel auga á það að ef þær (glompurnar) eru færðar nær flöt og við fáum vind frá vinstri til hægri þá eru þessar glompur í leik, sem er mjög gott, vegna þess að það er það sem við förum á mis við hvort eð er og síðan er það pinninn að baka til yfir þennan hól til þess að maður fái almennilegt horn á púttið. Ég trúi því að þetta séu jákvæðar breytingar.“

„Það sama er að segja um 9. holu, það er góð breyting.“

„En mér finnst 17. alveg nógu erfið eins og hún er núna. Ég trúi ekki á að þörf sé að dýpka eða stækka þá glompu.

„Ég veit að gerðar voru tilraunir árið 2000, til að dýpka glompuna, og svo held ég að það hafi verið 2010 sem þeir breikkuðu hana þannig að að hún var ekki eins djúp en fleiri boltar lentu í henni.

„Þeir virðast vera að breyta 17. mikið. Það er ansi erfið hola. Ég held að hún sé líklega – erfiðust á öllu svæðinu. Ég veit ekki, mér er ekkert of vel við hana, en þetta er erfið hola, hvort heldur þeir breyta henni eða ekki.“

„Þetta verður erfið hola, úrslitahola. Ég veit að í gegnum árin höfum við breytt kargalínunni á þessari holu ansi mikið og það hefur fært okkur brautina hægra megin sem við höfðum aldrei.“

„Það er rétt að nú verður að færa hana nær hótelinu, en a.m.k. gefur það okkur horn til þess að spila inn á flöt, sem er ágætt.“