Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2012 | 19:00

Hættulegustu golfvellir heims (5. grein af 10)

Næst er ferðinni haldið í Singapore Island Country Club, en golfvöllurinn þar er með hættulegustu í heiminum.

Þetta er sögufrægur golfklúbbur, sá elsti og einn af virtustu  klúbbunum á eyþjóðinni Singapore. Þar hafa kylfingar orðið fyrir árásum ýmissa villtra dýra.

Frægt er atvik, sem átti sér stað fyrir 30 árum, þegar kylfingurinn Jim Stewart stóð andspænis 3 metra löngum cobra …. ekki dræver  heldur alvöru cobraslöngu.

Hann drap hana en horfði sér til skelfingar þegar annar snákur skreið úr kjafti snáksins.

Það hefir margt breyst í Singapore síðan 1982 en hringur á vellinum er enn ævintýri og óvissuferð.

Nú til dags eru félagar varaðir við villigöltum sem ráfa um völlinn og geta verið afar hættulegir.  Besta ráðið er að ganga rólega í burtu þegar rekist er á slík villisvín.

Meðal staðarreglna í Singapore Island Country Club er að allur uppgröftur af völdum villisvína, apa eða annarra villtra dýra beri að líta á sem „grund í aðgerð.“