
Hættulegustu golfvellir heims (5. grein af 10)
Næst er ferðinni haldið í Singapore Island Country Club, en golfvöllurinn þar er með hættulegustu í heiminum.
Þetta er sögufrægur golfklúbbur, sá elsti og einn af virtustu klúbbunum á eyþjóðinni Singapore. Þar hafa kylfingar orðið fyrir árásum ýmissa villtra dýra.
Frægt er atvik, sem átti sér stað fyrir 30 árum, þegar kylfingurinn Jim Stewart stóð andspænis 3 metra löngum cobra …. ekki dræver heldur alvöru cobraslöngu.
Hann drap hana en horfði sér til skelfingar þegar annar snákur skreið úr kjafti snáksins.
Það hefir margt breyst í Singapore síðan 1982 en hringur á vellinum er enn ævintýri og óvissuferð.
Nú til dags eru félagar varaðir við villigöltum sem ráfa um völlinn og geta verið afar hættulegir. Besta ráðið er að ganga rólega í burtu þegar rekist er á slík villisvín.
Meðal staðarreglna í Singapore Island Country Club er að allur uppgröftur af völdum villisvína, apa eða annarra villtra dýra beri að líta á sem „grund í aðgerð.“
- maí. 23. 2022 | 22:00 PGA Championship 2022: Justin Thomas sigraði!!!
- maí. 15. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2022
- maí. 14. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (20/2022)
- maí. 14. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Hafsteinn Baldursson og Shaun Norris – 14. maí 2022
- maí. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Finnur Sturluson – 13. maí 2022
- maí. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2022
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska