Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2012 | 18:45

Tár trúðsins: Christina Kim þunglynd (7. grein af 8)

Hér fer næstsíðasti hluti af góðri grein Stinu Sternberg, sem birtist í Golf Digest Woman á morgun þ.e. í desemberblaðinu. Þar er fjallað um þunglyndi toppíþróttamanna og m.a. viðtal við Christinu Kim, sem nýlega hefir greinst með þunglyndi.  Hún er sem stendur í 3. sæti í Q-school LPGA þ.e. lokaúrtökumótinu á Daytona Beach þannig að vonandi léttir það lundina aðeins.  En hér fer næstsíðasti hluti greinar

Christina Kim skrifaði um flókið samband sitt við föður sinn í bók sem hún gaf út 2010 og hét  Swinging From My Heels (en hana skrifaði hún ásamt golffréttamanninum Alan Shipnuck). Hún segir nú að pabbi hennar, sem líka sé sveifluþjálfari hennar og var kylfusveinn hennar fyrstu 3 árin á túrnum trúi því að vandræði hennar á golfvellinum séu vegna þess að hún sé dreifhuga. „Hann heldur að það þurfi bara að laga afstöðu mína,“ segir hún. „Ég var var einbeittari þegar ég kom fyrst á Túrinn og augljóslega hafa áhrif samfélagsvefa, Twitter, bloggið mitt og aðrir svona þættir….. hann segir að þeir hafi seyttlað inn í huga minn og hugur minn sé slævður vegna hluta sem ekki ættu að vera þar. Aðspurð hvort hún héldi að pabbi hennar myndi samþykkja viðtal við Golf Digest, sagði Kim: „Nei, ég myndi ekki leyfa það heldur.“ Hún er að vísa til togstreitu milli sín og foreldra hennar (sem búa hjáhenni) og kæresta hennar, French. „Hann er klettur minn,“ segir hún. „Ég vil ekki fara nánar út í það, en hann er bara ekki velkomin heima.“

Tvo mánuði eftir að hún framdi næstum því sjálfsmorð á Spáni 2011, féll hún í svart gat á U.S. Women’s Open í Colorado. Þá hringdi Kim loks í lækni sinn og sagði honum frá vandræðum sínum. Kim var þegar sett á  Sertraline (betur þekkt sem Zoloft), sem hún tók inn í 6 mánuði til þess að hjálpa sér að snúa hlutunum við. Geðsveiflur hennar minnkuðu og hún lærði að horfast í augu við að hún hafði tapað einhverju í lengd högga sinna. „Allir gátu sagt við mig: „Ég man þegar þú slóst svona langt,“ og í stað þess að brotna niður og gráta var ég bara vön að hugsa með mér: „Veistu, það er satt, ég SLÓ eitt sinn svona langt. En ég var líka yngri. Og ég var ómeidd.“

Kim sigraði á Sicilian Ladies Italian Open árið 2011, en hefir ekki gengið vel á LPGA túrnum. Besti árangur hennar í ár er T-49 á ShopRite LPGA Classic í júní og hún komst í gegnum færri niðurskurði en hún komst ekki í gegn. Náin vinkona Kim, Jeehae Lee, er fyrrum kylfingur á LPGA Tour og vinnur nú hjá IMG sem umboðsmaður Michelle Wie.   Hún segist hafa tekið eftir meiri breytingum hjá Kim á þessu ári  en öðrum árum. „Þegar hún er langt niðri yfir einhverju, þá er venjulega hægt að tala við hana um það, en á þessu ári hefir verið erfitt að fá eitthvað jákvætt út úr henni og ná henni í burtu frá myrkari hliðunum. Hún er á hraðri niðurleið. En enginn nær í raun til hennar.“