Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2012 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anthony Kang – 30. nóvember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er bandarísk/kóreanski kylfingurinn Anthony Kang, Hann er fæddur  í Suður-Kóreu, 30. nóvember 1972 og á því 40 ára merkisafmæli í dag. Kang flutti til Bandaríkjanna 10 ára og var m.a. við nám og spilaði með golfliði Oregon State University.

Kang gerðist atvinnumaður í golfi 1996. Hann hefir spilað á Asíutúrnum frá árinu 1998 og hefir unnið sér inn yfir 1 milljón bandaríkjadala í verðlaunafé. Hann hefir unnið 3 sinnum á Asíutúrnum og 1 sinni á Evróputúrnum, þ.e. á Maybank Malaysian Open 2009.  Við þann sigur fékk hann 2 ára keppnisrétt á Evróputúrnum.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:    Alessandro Tadini, 30. nóvember 1973  (Sjá má eldri afmælisgrein Golf1 með því að SMELLA HÉR:  ….. og ……


Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is