Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2012 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Ken Venturi? (1/2) 2. grein af 24 um „The Match“

Hér næstu daga verða 4 kylfingar kynntir sem allir tóku þátt í „The Match”, sem Mark Frost hefir fært í bók. Ken Venturi er einn aðalheimildarmaðurinn og einn af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.”    Hann var annar af 2 áhugamönnunum (hinn var Harvie Ward) sem kepptu við heimsins bestu atvinnumenn þess tíma (Ben Hogan og Byron Nelson) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik.  Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2012 | 09:00

PGA: Högg ársins nr. 5 glompuhögg Zach Johnson – nr. 4 albatross Louis Oosthuizen – myndskeið

PGA Tour velur í lok ár hvers bestu höggin á  mótaröðinni á því ári sem er að líða.  Nú er aftur komið að þeim tíma ársins þar sem höggin góðu eru rifjuð upp. Nr. 5  er glompuhögg Zach Johnson, á John Deere Classic á 2. holu umspils, sem tryggði honum 9. titil hans á PGA túrnum. Nr. 4 er fallegur albatross Louis Oosthuizen á par-5 2. braut Augusta National, braut sem nefnist „Pink Dogwood“ á sjálfu Masters-mótinu. Til þess að sjá frábært  glompuhögg Zach Johnson SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá frábæran albatross Louis Oosthuizen á The Masters 2012  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2012 | 08:00

Rory í skíðafríi með kærestunni

Rory McIlroy sagði eftir sigurinn í Dubai að hann ætlaði að taka sér frí. Og það er hann svo sannarlega í þessa dagana. Hann og kæresta hans, Caroline Wozniacki eru nú í Aspen í Colorado í skíðafríi. Hann birti meðfylgjandi mynd af sér og Caroline á Twitter og undir myndinni stóð: „On top of the world with @CaroWozniacki #Aspen“, sem útleggst eitthvað á eftirfarandi máta á íslensku: „á toppi heimsins með Caro Wozniacki í Aspen.“

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2012 | 01:00

PGA: Graeme McDowell leiðir fyrir lokahringinn á World Challenge – hápunktar og högg 3. dags

Það er Norður-Írinn, Graeme McDowell, sem leiðir á móti Tiger Woods í Sherwood golfklúbbnum í Thousand Oaks, Kaliforníu, eftir 3. hring World Challenge mótsins. McDowell er samtals búinn að spila á 13 undir pari, 203 höggum (69 66 68). Hann og Keegan Bradley eru búnir að stinga hina af en Bradley er samtals búinn sð spila á 11 undir pari, 205 höggum (69 69 67) og er því samt 2 höggum á eftir McDowell. Í 3. sæti er Tiger Woods á samtals 8 undir pari, 208 höggum (70 69 69) heilum 5 höggum á eftir GMac.  Tiger var með 4 fugla, 13 pör og 1 skolla á skorkorti sínu í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2012 | 18:30

Hættulegustu golfvellir heims (6. grein af 10)

Einn hættulegasti golfvöllur heims er Lost City golfvöllurinn, í Sun City, Suður-Afríku. Bara nafnið eitt sér virðist fela í sér afslappandi golfhring í villtri fegurð Suður-Afríku, ekki satt? Völlurinn er hannaður af golfgoðsögninni Gary Player og veitir innsýn í eyðimörkina, fjöllin og skógarbreiður og 28,000 ferkílómetra vatnasvæði. Ekki láta útsýnið á stórbrotið umhverfið svæfa ykkur því hættu og spennu er að finna í námunda við 13. holuna. Þar er vatnshindrun sem ver flötina og í henni eru u.þ.b. 40 krókódílar, sumir 6 fet eða stærri. Kylfingum er bent á að koma með aukabolta og droppa frekar en að reyna að slá eitthvað nálægt þessum krókódílapitti.

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2012 | 18:00

Tár trúðsins: Christina Kim þunglynd (8. grein af 8)

Hér er komið að lokahluta á góðri en langri grein Stinu Sternberg hjá Golf Digest Woman, sem birtist í desemberblaðinu 2012.  Hún fjallar um þunglyndi meðal íþróttamanna, einkum með hliðsjón af því að LPGA leikmaðurinn Christina Kim greindist nú nýverið með þunglyndi. Í greininni er m.a. viðtal við Kim. Hér fer lokahluti greinarinnar í lauslegri þýðingu: Christina Kim segir að hún sé ánægð að hafa vini til að tala við en hún trúir ekki að viðtalsmeðferðir. „Ég ætla ekki að fara að borga meðferðaraðila til þess að ég geti talað um tilfinningar mínar og þeir geti sagt: „Jæja, Christina, hvað finnst þér? Á ég að svara mínum eigin spurningum og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2012 | 16:00

PGA: Julie nefnir 18 atriði um PGA Tour kylfinginn Tim Petrovic eiginmann sinn

Hver þekkir atvinnumennina á PGA TOUR betur en betri helmingar þeirra?  Nei, við erum ekki að tala um kylfusveina þeirra heldur eiginkonur, sem  gegna miklu hlutverki þegar eiginmennirnir eru á vellinum að vinna fyrir salti í grautinn í hverri viku.  Blaðafulltrúi PGATOUR.COM bað nokkrar eiginkonur kylfinga, sem spila á PGA TOUR að nefna 18 atriði sem þær vildu deila með okkur um eiginmenn þeirra. Julie Petrovic  ásamt eiginmanni sínum Reynsluboltinn á PGA TOUR Tim Petrovic varð nr. 137 á peningalistanum í ár, 2012. Besti árangurinn var T-2 á Frys.com Open, þar sem hann átti lokahring upp á 64. Petrovic á í beltinu einn sigur á PGA TOUR, þegar hann vann Zurich Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2012 | 14:45

LET: Pornanong Phatlum og Bree Arthur leiða eftir 2. hring Hero Women´s Indian Open

Það eru Pornanong Phatlum frá Thaílandi og Bree Arthur frá Ástralíu, sem leiða eftir 2. hring Hero Women´s Indian Open. Phatlum og Arthur  eru búnar að spila á samtals 7 undir pari, 137 höggum; Phatlum (72 65) og Arthur (70 67).  Phatlum átti frábæran hring í dag, lék á 7 undir pari, fékk 8 fugla, 9 pör og 1 skolla. Eins vakti hún nokkra athygli fyrir golfklæðnað sinn, en hún og kylfusveinn hennar voru í „Daly-stíl,“ þ.e. klæddu sig í pils og stuttbuxur s.s. bandaríski kylfingurinn John Daly er gjarnan í. Er Brianne Arthur, sem alltaf er kölluð Bree, sigrar verður það fyrsti sigur hennar á LET. Besta hringinn í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2012 | 14:30

Sólskinstúrinn: Martin Kaymer leiðir fyrir lokahringinn á Nedbank Golf Challenge

Það er Þjóðverjinn Martin Kaymer, sem leiðir í Suður-Afríku á Nedbank Golf Challenge fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun.  Kaymer lék á samtals 5 undir par, 211 höggum (72 69 70). Aðeins 1 höggi á eftir er „heimamaðurinn“ og risamótssigurvegarinn Louis Oosthuizen. Annar „heimamaður“ og risamótssigurvegari er síðan í 3. sæti , þar sem er Charl Schwartzel.  Hann er búinn að spila á 3 undir pari, 213 höggum (72 71 70) og hefir leikur hans batnað dag frá degi. Þessir þrír eru til alls líklegir og stefnir því í hörkuspennandi lokahring á morgun! Til þess að sjá stöðuna í heild eftir 3. dag Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2012 | 13:00

Evróputúrinn: John Parry sigraði á lokaúrtökumóti Q-school European Tour

Þriðja stigið eða lokaúrtökumót Q-school Evrópumótaraðarinnar fór fram dagana 24.-28. nóvember s.l.  Sem fyrr voru spilaðir 6 hringir á PGA Catalunya golfvellinum í Girona á Spáni og 28 efstu hljóta kortin sín á Evrópumótaröðinni fyrir keppnistímabilið 2013.  Sem fyrr verður Golf 1 með kynningu á „Nýju strákunum á Evrópumótaröðinni 2013″ og hefst sú kynning á morgun. Það var Englendingurinn John Parry sem sigraði, en hann var á samtals 19 undir pari; átti 4 högg á Svíann Mikael Lundberg, sem varð í 2. sæti. Þeir sem náðu í gegnum lokaúrtökumótið voru flestir frá Englandi eða 7 talsins. Annars dreifðust þeir sem náðu á eftirfarandi máta eftir ríkjum: Svíþjóð (5); Ástralía (2); Lesa meira