Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2012 | 18:30

Hættulegustu golfvellir heims (6. grein af 10)

Einn hættulegasti golfvöllur heims er Lost City golfvöllurinn, í Sun City, Suður-Afríku.

Bara nafnið eitt sér virðist fela í sér afslappandi golfhring í villtri fegurð Suður-Afríku, ekki satt?

Völlurinn er hannaður af golfgoðsögninni Gary Player og veitir innsýn í eyðimörkina, fjöllin og skógarbreiður og 28,000 ferkílómetra vatnasvæði.

Ekki láta útsýnið á stórbrotið umhverfið svæfa ykkur því hættu og spennu er að finna í námunda við 13. holuna.

Þar er vatnshindrun sem ver flötina og í henni eru u.þ.b. 40 krókódílar, sumir 6 fet eða stærri.

Kylfingum er bent á að koma með aukabolta og droppa frekar en að reyna að slá eitthvað nálægt þessum krókódílapitti.