Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2012 | 09:00

PGA: Högg ársins nr. 5 glompuhögg Zach Johnson – nr. 4 albatross Louis Oosthuizen – myndskeið

PGA Tour velur í lok ár hvers bestu höggin á  mótaröðinni á því ári sem er að líða.  Nú er aftur komið að þeim tíma ársins þar sem höggin góðu eru rifjuð upp.

Nr. 5  er glompuhögg Zach Johnson, á John Deere Classic á 2. holu umspils, sem tryggði honum 9. titil hans á PGA túrnum.

Nr. 4 er fallegur albatross Louis Oosthuizen á par-5 2. braut Augusta National, braut sem nefnist „Pink Dogwood“ á sjálfu Masters-mótinu.

Til þess að sjá frábært  glompuhögg Zach Johnson SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá frábæran albatross Louis Oosthuizen á The Masters 2012  SMELLIÐ HÉR: