
Evróputúrinn: John Parry sigraði á lokaúrtökumóti Q-school European Tour
Þriðja stigið eða lokaúrtökumót Q-school Evrópumótaraðarinnar fór fram dagana 24.-28. nóvember s.l. Sem fyrr voru spilaðir 6 hringir á PGA Catalunya golfvellinum í Girona á Spáni og 28 efstu hljóta kortin sín á Evrópumótaröðinni fyrir keppnistímabilið 2013. Sem fyrr verður Golf 1 með kynningu á „Nýju strákunum á Evrópumótaröðinni 2013″ og hefst sú kynning á morgun.
Það var Englendingurinn John Parry sem sigraði, en hann var á samtals 19 undir pari; átti 4 högg á Svíann Mikael Lundberg, sem varð í 2. sæti.
Þeir sem náðu í gegnum lokaúrtökumótið voru flestir frá Englandi eða 7 talsins. Annars dreifðust þeir sem náðu á eftirfarandi máta eftir ríkjum: Svíþjóð (5); Ástralía (2); Danmörk (2); Frakkland (2); Skotland (2); Spánn (2); Finnland (2); Argentína (1); Ítalía (1); Írland (1); Þýskaland (1).
Skotinn Garry Orr var sá elsti til að vinna sér inn kortið sitt, 45 ára.
Nokkrir Íslendingar reyndu fyrir sér á úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðina í ár: Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson spiluðu á 1. stiginu í Fleesensee í Þýskalandi; Ólafur Már Sigurðsson, GR og Ólafur Björn Loftsson, NK voru sömuleiðis á 1. stigi úrtökumótsins, en reyndu fyrir sér í Frilford í Englandi og Birgir Leifur Hafþórsson var á 2. stiginu á Ítalíu. Enginn þeirra náði að þessu sinni inn í lokaúrtökumótið.
Til þess að sjá stöðuna á lokaúrtökumótinu 2012 á PGA Catalunya golfvellinum í Girona á Spáni SMELLIÐ HÉR:
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms ——- 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
- janúar. 13. 2021 | 16:30 Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
- janúar. 13. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020
- janúar. 13. 2021 | 13:00 Evróputúrinn: Boðskortin á Sádí International
- janúar. 13. 2021 | 10:00 Sonur Gary Player hvetur föður sinn til að skila Trump frelsisorðunni
- janúar. 13. 2021 | 08:00 Vegas með Covid