
Evróputúrinn: John Parry sigraði á lokaúrtökumóti Q-school European Tour
Þriðja stigið eða lokaúrtökumót Q-school Evrópumótaraðarinnar fór fram dagana 24.-28. nóvember s.l. Sem fyrr voru spilaðir 6 hringir á PGA Catalunya golfvellinum í Girona á Spáni og 28 efstu hljóta kortin sín á Evrópumótaröðinni fyrir keppnistímabilið 2013. Sem fyrr verður Golf 1 með kynningu á „Nýju strákunum á Evrópumótaröðinni 2013″ og hefst sú kynning á morgun.
Það var Englendingurinn John Parry sem sigraði, en hann var á samtals 19 undir pari; átti 4 högg á Svíann Mikael Lundberg, sem varð í 2. sæti.
Þeir sem náðu í gegnum lokaúrtökumótið voru flestir frá Englandi eða 7 talsins. Annars dreifðust þeir sem náðu á eftirfarandi máta eftir ríkjum: Svíþjóð (5); Ástralía (2); Danmörk (2); Frakkland (2); Skotland (2); Spánn (2); Finnland (2); Argentína (1); Ítalía (1); Írland (1); Þýskaland (1).
Skotinn Garry Orr var sá elsti til að vinna sér inn kortið sitt, 45 ára.
Nokkrir Íslendingar reyndu fyrir sér á úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðina í ár: Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson spiluðu á 1. stiginu í Fleesensee í Þýskalandi; Ólafur Már Sigurðsson, GR og Ólafur Björn Loftsson, NK voru sömuleiðis á 1. stigi úrtökumótsins, en reyndu fyrir sér í Frilford í Englandi og Birgir Leifur Hafþórsson var á 2. stiginu á Ítalíu. Enginn þeirra náði að þessu sinni inn í lokaúrtökumótið.
Til þess að sjá stöðuna á lokaúrtökumótinu 2012 á PGA Catalunya golfvellinum í Girona á Spáni SMELLIÐ HÉR:
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)