Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2012 | 01:00

PGA: Graeme McDowell leiðir fyrir lokahringinn á World Challenge – hápunktar og högg 3. dags

Það er Norður-Írinn, Graeme McDowell, sem leiðir á móti Tiger Woods í Sherwood golfklúbbnum í Thousand Oaks, Kaliforníu, eftir 3. hring World Challenge mótsins.

McDowell er samtals búinn að spila á 13 undir pari, 203 höggum (69 66 68).

Hann og Keegan Bradley eru búnir að stinga hina af en Bradley er samtals búinn sð spila á 11 undir pari, 205 höggum (69 69 67) og er því samt 2 höggum á eftir McDowell.

Í 3. sæti er Tiger Woods á samtals 8 undir pari, 208 höggum (70 69 69) heilum 5 höggum á eftir GMac.  Tiger var með 4 fugla, 13 pör og 1 skolla á skorkorti sínu í dag – 69 högg! Þar með kom hann sér sem segir í 3. sætið, sem hann deilir ásamt landa sínum Bo Van Pelt.

Stærsta stökkið á skortöflunni á World Challenge tók Bubba Watson. Sá örvhenti skilaði skori upp á 67 högg og stökk úr 16. sætinu sem hann var í þ.e. 3. neðsta sætinu í 8. sætið.  Í 18. og síðasta sæti er síðan Jason Day á samtals 2 yfir pari.

Til þess að sjá stöðuna í heild eftir 3. dag World Challenge SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á World Challenge SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 3. dags á Wolrd Challenge, sem Tiger Woods átti SMELLIÐ HÉR: