Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2012 | 08:00

Rory í skíðafríi með kærestunni

Rory McIlroy sagði eftir sigurinn í Dubai að hann ætlaði að taka sér frí.

Og það er hann svo sannarlega í þessa dagana.

Hann og kæresta hans, Caroline Wozniacki eru nú í Aspen í Colorado í skíðafríi.

Hann birti meðfylgjandi mynd af sér og Caroline á Twitter og undir myndinni stóð: „On top of the world with @CaroWozniacki #Aspen“, sem útleggst eitthvað á eftirfarandi máta á íslensku: „á toppi heimsins með Caro Wozniacki í Aspen.“