Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2012 | 18:00

Tár trúðsins: Christina Kim þunglynd (8. grein af 8)

Hér er komið að lokahluta á góðri en langri grein Stinu Sternberg hjá Golf Digest Woman, sem birtist í desemberblaðinu 2012.  Hún fjallar um þunglyndi meðal íþróttamanna, einkum með hliðsjón af því að LPGA leikmaðurinn Christina Kim greindist nú nýverið með þunglyndi. Í greininni er m.a. viðtal við Kim. Hér fer lokahluti greinarinnar í lauslegri þýðingu:

Christina Kim segir að hún sé ánægð að hafa vini til að tala við en hún trúir ekki að viðtalsmeðferðir. „Ég ætla ekki að fara að borga meðferðaraðila til þess að ég geti talað um tilfinningar mínar og þeir geti sagt: „Jæja, Christina, hvað finnst þér? Á ég að svara mínum eigin spurningum og borga þeim? Nei, það er bara ekki ég.“

Í staðinn og sem leið til þess að hleypa út tilfinningum sínum, talaði Kim um þunglyndi sitt á bloggi sínu sjá: (thechristinakim.wordpress.com) sl. júlí. Viðbrögð almennings og umræðan sem hefir farið af stað hefir haft læknandi áhrif á Christinu og svörtu augnablik hennar hafa blandast von. Og jafnvel þótt hún hafi hætt á lyfjum s.l. janúar (en margir þunglyndis sjúklingar vilja hætta á – þó það sé ekki alltaf gott – hugarfarið er þá eitthvað á þá leið „Ég hef reynt þetta (lyfjameðferð. Ég hef haldið þetta út. Það virkaði og ég held að ég þarfnist ekki lyfjanna lengur“)  þá er hún með lyfin við hendina í öryggisskyni.

Kim dróst út úr dimmu svefnherbergi sínu í myndatöku á þeim myndum, sem prýða þesa grein. Og hún er með áætlun. „Ég ætla að fara að læra box og ég ætla að fara að hlaupa aftur, vegna þess að það var eitthvað sem mér þótti gaman að,“ segir hún. „Ég er með mikið af neikvæðum jónum í mér. Ég verð að reyna að losna við nokkrar og ég vil frekar vera að boxa í sandpoka heldur en að láta skap mitt bitna á einhverjum. Ég ætla að losa mig við þetta (þunglyndið) og horfa fram á við.“

Mikilvægt atriði í því, er líkt og í keppnisgolfi verður Kim að setja sér markmið. Markmið Kim er að léttast og byggja upp styrk til þess að hún geti spilað alla 5 hringina í Daytona án þess að verða þreytt. (Hún er í 13. sæti eftir 3. hring og vonandi að hún komist í gegn – hún átti slakan 3. hring upp á 75 högg og vonandi að hún haldi út í 2 hringi í viðbót – en Christina var í 3. sæti eftir 2. hring og vonbrigðin eflaust mikil að fara niður um 10 sæti) – 40 efstu í Q-school fá kortin sín á LPGA.

„Vonandi á ég yndislegan endi á þessum kafla og get veitt öðrum von. Ef ég get hjálpað einum, með því að verða næstum því raddlaus af öllum öskrunum og með því að hafa farið til helvítis og tilbaka og náð að komast í gegnum Q-school, þá er það fínt. Ég er tilbúin að færa þær fórnir.“