Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2012 | 16:00

PGA: Julie nefnir 18 atriði um PGA Tour kylfinginn Tim Petrovic eiginmann sinn

Hver þekkir atvinnumennina á PGA TOUR betur en betri helmingar þeirra?  Nei, við erum ekki að tala um kylfusveina þeirra heldur eiginkonur, sem  gegna miklu hlutverki þegar eiginmennirnir eru á vellinum að vinna fyrir salti í grautinn í hverri viku.  Blaðafulltrúi PGATOUR.COM bað nokkrar eiginkonur kylfinga, sem spila á PGA TOUR að nefna 18 atriði sem þær vildu deila með okkur um eiginmenn þeirra.

petsmally1.jpg
Julie Petrovic  ásamt eiginmanni sínum

Reynsluboltinn á PGA TOUR Tim Petrovic varð nr. 137 á peningalistanum í ár, 2012. Besti árangurinn var T-2 á Frys.com Open, þar sem hann átti lokahring upp á 64. Petrovic á í beltinu einn sigur á PGA TOUR, þegar hann vann Zurich Classic í  New Orleans árið 2005, þar sem  hann vann James Driscoll í bráðabana.  Petrovic er á ferli sínum búinn að vinna sér inn yfir $11.6 milljónir.

Petrovic er í frægðarhöll University of Hartford. Meðal félaga í háskólaliði hans 1988 eru PGA TOUR leikmennirnir Jerry Kelly og Patrick Sheehan.  Petrovic stofnaði  For Every Child, Inc. ásamt eiginkonu sinni, Julie, en það eru góðgerðarsamtök með það að markmiði að sjá hverju barni fyrir nauðsynjum, sem það skortir.  Til þess að fá frekari upplýsingar um samtökin smellið hér:  www.hopetotes.org.

Julie Petrovic hefir eftirfarandi að segja um eiginmann sinn, Tim Petrovic:

Tim og ég kynntumst fyrir tilviljun á heilbrigðisráðstefnu fyrir 21 ári síðan. Fyrsta stefnumót okkar var hræðilegt. Við rifumst um hvar við ættum að sitja og hvað við ættum að borða. Við biðum bæði við sitthvorar dyrnar á barnum á 2. stefnumóti okkar og fórum heim haldandi það að hitt hefði ekki komið. Eftir að vinkonq mín sannfærði mig um að hringja í hann og finna út hvað hefði gerst (en rök þeirrar vinkonu voru að hann gæti orðið faðir barna Julie í framtíðinni – sem síðan varð!) þá reyndum við að finna tíma og á þriðja stefnumótinu gerðist það. Við hittumst á dansstað í Hartford, Conneticut. Þegar ég gekk inn beið Tim eftir mér á dansgólfinu og tók mig í dýfu afturábak og kyssti mig. Það gerði útslagið. Ég gat ekki sagt orð í nokkrar mínútur – en það er mjög óvenjulegt fyrir mig. Við höfum verið saman upp frá því.

Hér eru þau 18 atriði sem Julie Petrovic nefnir um eiginmann sinn, Tim
Hann var eitt sinn með konu á golfmóti sem klippti eitthvað af hári hans til þess að nota það á dúkkurnar sem hún býr til.  Ég hef reynt að fá hann til þess að láta hár sitt vaxa árum saman síðan. Ef þið sjáið hann með hárið í tagli þá vitið þið að mér hefir tekist ætlunarverkið.

Hann er miklu betri kokkur en ég. Hann býr til alveg æðislega gott créme brûlée og frábærar rifjur (ens.: ribs).

Tim getur allt– nú hann getur kannski ekki fætt börn, en næstum allt. Allt sem ég hef beðið hann um; allt frá því að leggja flísar á gólf, skreyta köku, setja saman heimilistæki, laga saumvélina mína; hann gerir allt og gerir það vel.

Hann er mjög músíkalskur. Fyrir utan að vera með fallega rödd lærði hann að spila gítar af sjálfum sér og þegar hann hefir tíma getur hann spilað lögin á píanó. Hann djammar oft með eldri dóttur minni og syngur á athöfnum sem PGA TOUR stendur fyrir, en hann hefir m.a. komið fram með sveitasöngvaranum Clay Walker, gítarleikara Doors, Robby Krieger og gítarleikara Kiss, Tommy Thayer.

Hann og dætur okkar tvær eru að byggja þeirra eigin pílagrímabæ í bakgarði okkar.

Hann er kaffi snobb.

Það er frústrerandi að leika  „gettu upp á laginu“ eða „hver skrifaði lagið“ leiki við Tim vegna þess að hann veit alltaf svarið! (Hann getur líka farið með heilu setningarnar úr bíómyndum sem hann hefir séð!!!!).

Hann á margar byssur en er ekki veiðimaður.

Hann hrýtur aðeins þegar hann er yfir sig þreyttur.

Dætur okkar biðja ekki pabba sinn að spila vídeóleiki því hann lætur þær ekki hafa aftur stýripinnann.

Tim elskar the History Channel.

Hann færir mér kaffibolla í rúmið á hverjum morgni (einmitt það já!!!).

Þú vilt ekki hafa hann sem mótherja í Trivial Pursuit.

Tim kaupir alltaf inn á síðustu stundu — en hann gefur frábærar gjafir!!

Tim og ég störfuðum við Meals on Wheels (þjónusta fyrir aldraða – þar sem þeim er m.a. færður heitur matur heim) um það leyti sem við fórum á fyrstu stefnumótin. Eitt sinn þegar við vorum að fara á stað með mat fann Tim konu á gólfinu, sem hafði fallið og lá þar allan morguninn þar til við komum. Hann hafði unnið á heilsuhæli þegar hann var í menntaskóla og hafði lært þar að hjálpa upp liggjandi eða sitjandi fólki. Hann notaði þessa kunnáttu til að hjálpa konunni í stól og við létum prógrammið hafa samband við lækni hennar til þess að tryggja að henni hefði ekki orðið meint af fallinu (en svo var sem betur fer). Við erum nú með góðgerðarsamtök fyrir börn saman sem nefnast For Every Child, Inc. together.

Hann er mjög góður á dansgólfinu. Ég næstum því missti eitt sinn meðvitund þegar hann var að snúa mér á dansgólfinu.

Fyrsta fornafn hans er Paul.

Hann kveikti í, í nágrenni sínu þegar hann var 5 ára. Fjölskylda hans var með partý og Tim var í skóginum að leika sér með eldspýtur. Þegar eldurinn braust út, reyndi hann að slökkva en garðslangann náði ekki út í skóg þannig að hann fyllti nokkrar vatnsfötur. Því miður voru það sem hann hélt að væru fötur blómapottar með götum í botninum og þegar hann kom að eldinum voru þær tómar. Nokkrir nágrannar tóku eftir reyknum og sögðu mömmu hans frá. Tim segist ekki muna hver slökkti eldinn – en segir að mamma hans og nágrannarnir hefðu ekki orðið undrandi þegar þeir fundu út hver hefði kveikt hann.