
John Senden leiðir eftir 1. dag Australian Open
Ástralski kylfingurinn John Senden leiðir eftir 1. dag Opna ástralska á 6 undir pari, 66 höggum á rólegum morgni í The Lakes golfklúbbnum í Sydney. Senden fékk 8 fugla en líka 2 skolla.
Englendingurinn Justin Rose er meðal 5 kylfinga, sem deila 2. sætinu og eru 2 höggum á eftir Senden. Hann byrjaði vel fékk fugla á 3 af fyrstu 4 holum sínum og er á sama skori, 4 undir pari, 68 höggum og áströlsku „heimamennirnir“ Kim Felton, Brendan Jones, Richard Green og Gareth Paddison frá Nýja-Sjálandi.
Adam Scott sem var að æfa sig með styttri pútter fyrr í vikunni notaði gamla kústskaftið sitt og er í 28. sæti ásamt 14 öðrum kylfingum, þ.á.m. Kyle Stanley frá Bandaríkjunum. „Ég myndi gjarnan vilja hafa spilað betur í dag, en það eru 54 holur eftir. Það er nóg eftir af golfi,“ sagði Adam Scott m.a. eftir hringinn.
Tom Watson keppir í mótinu í fyrsta sinn frá því hann vann það árið 1984. Watson var á 6 yfir pari, 78 höggum og það eina sem hann sagði eftir hringinn var „Ég skammast mín.“ Watson er meðal neðstu kylfinga deilir 115. sætinu, en alls eru 156, sem keppa.
Til þess að sjá stöðuna á Australian Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open