
Golfútbúnaður: Titleist 913 brautartrén – myndskeið
Titleist 913F brautartrén eru í grunninn byggð á forvera sínum hvað hönnun og tækni snertir þ.e. Titleist 910F en því sem hefir verið breytt er að reynt hefir verið að hámarka árangur kylfunnar þannig að meiri lengd náist úr henni.
Titleist 913F brautartrén halda sama útlitinu (ens.: Tour-preferred look) og tilfinningin er sú sama og þegar spilað er með eldri Titleist brautartrjám.
Til staðar er enn SureFit hosel tæknin sem gerir ráð fyrir að hægt sé að aðlaga bæði loft og legu óháð hvort öðru. Verkfræðingar Titleist unnu að því að létta kylfuna og færðu til þyngdir í henni. Þannig var þyngd færð úr kylfuhöfðinu og þyngdin þess í stað staðsett á lægri punkti og aftar í kylfunni, sem bætir miðju þyngdarpunktsins.
Titleist 913F eru með 160cc kylfuhöfuð á 13.5 ° og 15° módelunum og 140cc kylfuhöfuð á 17°, 19° og 21° módelunum.
Sérstök útgáfa af brautartrjánum er 913F.d módelið, sem er með stærri kylfuhaus og þyngdarpunktinn nær kylfuhöfðinu, til þess að ná fram minna spinni fyrir þá kylfinga sem nota brautarjárn af teig og vilja vinna meira í boltaflugi sínu.
Til þess að sjá myndskeið þar sem Titleist 913 brautartrén eru kynnt SMELLIÐ HÉR:
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open