Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2012 | 17:45

Sólskinstúrinn: Steve Surry og Andrew Georgiou deila 1. sæti á Nelson Mandela Championship

Í dag hófst í Suður-Afríku á Sólskinstúrnum, Nelson Mandela Championship.

Þeir sem leiða eftir 1. dag eru Englendingurinn Steve Surry og Andrew Georgiou.

Báðir spiluðu þeir á 6 undir pari, 66 höggum.

Í 3. sæti eru bróðir Charl, Attie Schwartzel, Jacques Blaauw, Kevin Stone og Lindani Ndwandwe.  Allir léku þeir á 5 undir pari, 67 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Nelson Mandela Championship SMELLIÐ HÉR: