Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2012 | 16:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: PK Kongkraphan, Shasta Averyhardt, Stephanie Na, Inhong Lim og Haru Nomura (2. grein af 27)

Hér verða kynntar næstu 5 stúlkurnar af þeim 10 sem deildu 39. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA sem fram fór á Daytona Beach í Flórída, dagana 28. nóvember – 2. desember 2012.  Þessar 5 sem kynntar eru hljóta takmarkaðan spilarétt á LPGA næsta keppnistímabil. Þær eru:

1. PK Kongkraphan

Kongkraphan frá Thaílandi – sigurvegari Ladies Indonesia Open 2012

Patcharajutar Kongkraphan fæddist í Khonkaen, Thaílandi. Hún byrjaði að spila golf 5 ára. Hún sigraði  Asia Pacific Junior Golf Championship árið 2006 og varð í 2. sæti í Sea Games, árið 2007. Patcharajutar gerðist atvinnumaður í nóvember 2009. Hún hefir m.a. unnið 6 mót haldin á vegum China Ladies Professional Golf Association (CLPGA). Kongkraphan sigraði m.a. nú nýverið þ.e. 20. október 2012 í Ladies Indonesia Open, sem er það mót á Asíumótaröð kvenna sem er með hæsta verðlaunaféð.

Meðal áhugamála Patcharajutar eru að syngja, horfa á kvikmyndir og slaka á. Hún segir pabba sinn hafa haft mest áhrif á feril sinn.

2. Shasta Averyhardt 

Shasta Averyhardt

Shasta fæddist í Flint, Michigan 5. janúar 1986, dóttir Gregory Averyhardt og Maríu Espinoza Averyhardt og er því 26 ára.  Hún er ein af örfáum þeldökkum kylfingum, sem spila um þessar mundir á LPGA. Shasta úrskrifaðist frá Jackson State University, sem endurskoðandi og spilaði öll 4 ár sín í háskóla með kvennagolfliðinu  Sjá má allt nánar um Shöstu á heimasíðu hennar, sem komast má á með því að SMELLA HÉR: 

Hér verður aðeins farið yfir helstu hápunkta í ferli Shöstu:

– Hún vann 9 sinnum í einstaklingskeppnum meðan hún var í Jackson State University.

– Hún varð 4 sinnum sigurvegari í einstaklingskeppnum á Southwest Athletic Conference Championship (2005-2008).

– Hún var sigurvegari í Golf Association of Michigan (GAM) Women’s Championship árið 2005.

– Hún var meistari Michigan í höggleik 2008.

– Hún komst í 32 manna hóp á U.S. Women’s Amateur Public Links Championship, 2008.

– Hún sigraði Suncoast Series tournament at Stoneybrook West, árið 2009.

– Shasta keppti í U.S Women’s Open Championship risamótinu 2010.

– Hún hefir verið á LPGA síðan 2011.

3. Stephanie Na

Stephanie Na

Stephanie Na hefir nú í ár spilað á Evrópumótaröð kvenna en hún var ein af 4 stúlkum sem hlutu kortið sitt í gegnum Q-school LET á La Manga fyrr á árinu.

Stephanie fæddist á Henley Beach í Ástralíu, 27. júní 1989 og er því 23 ára. Hún  býr í Adelaide í Ástralíu.  Stephanie gerðist atvinnumaður í golfi 2009 og spilaði fyrst á Futures (nú Symetra) Tour, þ.e. 2010 og og 2011. Nú er hún því aftur að snúa til Bandaríkjanna.

Hápunktar á ferli Stephanie eru eftirfarandi:

Na er í golflandsliði Ástrala.

Suður-ástralskur meistari í höggleik 2006 og 2008.

Þátttakandi í U.S. Women’s Amateur Championship 2008.

Hún var T-3 í SAS Masters í Noregi 2009.

Na varð T-3 í Handa Cup í Perth, Ástralíu 2011.

Na varð í 3. sæti á Bing Lee/Samsung New South Wales Women’s Open, 2011.

4. Inhong Lim

Inhong Lim

Inhong Lim fæddist í Suður-Kóreu, en hún er dóttir Young Soo Lim og Yong Sook Kim. Hún fluttist til Nýja Sjálands þegar hún var 13 ára.  Inhong nam næringarfræði og spilaði í 4 ár með Ohio Buckeyes, golfliði Ohio State. Frá árinu 2009 hefir hún spilað á Futures (nú Symetra) Tour. Helstu hápunktar á ferli Lim eru eftirfarandi:

-Sigraði School Sports Australia Golf Championship, árið 2004.
-Sigurvegari Victoria Junior Championship, í Ástralíu, árið 2004.
-Sigraði tvisvar the Riversdale Cup Championship (2006, 2007).
-Varð 6 sinnum meðal 10 efstu, sigraði þ.á.m. 1 sinni í einstaklingskeppni meðan við nám í Ohio State University.
-Tvöfaldur NGCA All-American Scholar selection (2007, 2008).
– All-Big Ten First Team selection, árið 2009.
-Var All-Big Ten Second Team selection, árið 2010.
-Vann þrisvar Big Ten Sportsmanship award (2009-2011).

Meðal áhugamála Inhong Lim er að hlsta á tónlist, að vafra um á veraldarvefnum og að fara í verlsunarferðir.

5. Haru Nomura

Haru Nomura

Japanska stúlkan Haru Nomura hefir spilað á LPGA frá árinu 2011. Hún komst á LPGA í fyrstu tilraun sinni, þegar hún varð í 39. sæti á lokaúrtökumóti Q-school 2010 og hlaut takmarkaðan keppnisrétt 2011.

Besti árangur Haru 2011 var T-25 árangur á Walmart NW Arkansas Championship Presented by P&G.

Haru fæddist í Kanagawa í Japan, 25. nóvember 1992 og er því nýorðin 20 ára. Hún byrjaði að spila golf 11 ára og segir að sá einstaklingur sem hafi haft mest áhrif á hana varðandi golfleikinn sem mamma hennar.  Hún var m.a. sá áhugamaður sem náði besta árangrinum á Japan Open 2009.

Meðal áhugamála Haru er að horfa á sjónvarpið, syngja í karaoke, fara í skemmtigarða og verja tíma með vinum sínum.