
LET: Shanshan Feng í 1.sæti þegar Omega Dubai Ladies Masters er hálfnað
Kínverski kylfingurinn Shanshan Feng er í 1. sæti þegar Omega Dubai Ladies Masters er hálfnað. Shanshan er búin að spila á samtals 13 undir pari, 131 höggi (66 65).
Feng hefir 4 högga forskot á þá sem næst kemur ensku stúlkuna Felicity Johnson, sem nú nýverið hlaut fullan keppnisrétt á LPGA og við eigum eflaust eftir að sjá meira af! Johnson er samtals búin að spila á 135 höggum (68 67).
Þriðja sætinu deila 4 hörkugóðar þ.á.m. þýski kylfingurinn Caroline Masson, sem líkt og Johnson er búin að tryggja sér fullan keppnisrétt á LPGA, keppnistímabilið 2013. Caroline deilir 3. sætinu með: Joönnu Klatten og Gwladys Nocera frá Frakklandi og Cindy Lacrosse frá Bandaríkjunum.
Lexi Thompson, sem á titil að verja færist hægt og rólega upp skortöfluna er nú komin í 7. sætið á 7 undir pari, 137 höggum og til alls líkleg!!!
Niðurskurðurinn að þessu sinni var miðaður við 1 yfir pari og meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð voru norska frænka okkar Marianne Skarpenord og Maria Hjorth frá Svíþjóð, en báðar voru 1 höggi frá því að vinna sér inn jólapening.
Til þess að sjá stöðuna þegar Omega Dubai Ladies Masters er hálfnað SMELLIÐ HÉR:
- mars. 31. 2023 | 16:30 Gary Player þarf að „grátbiðja“ til að fá að spila á Augusta National
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2023
- mars. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Peter McEvoy og Davíð Arthur Friðriksson – 22. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore