Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2012 | 08:50

LET: Tinna hefur leik á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna í Marokkó í dag

Tinna Jóhannsdóttir, atvinnumaður úr Golfklúbbnum Keili hefur í dag leik í lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna þ.e. Lalla Aïcha Tour School 2013.

Spilað er á Amelkis Golf Club & Al Maaden Golf Resort í Marrakech í Marokkó.

Mótið stendur dagana 6.-9. desember 2012 og skráðar til leiks eru 154 sem keppa í 2 riðlum A- og B-riðli og eru 77 í hvorum riðli.

Tinna spilar í B-riðli og á rástíma kl. 8:50 (að íslenskum tíma, þ.e.a.s. akkúrat þegar þessi frétt birtist) og hefur leik á 10. teig. Hún er í ráshóp með danska kynskiptingnum Mianne Bagger og Nicole Becker frá Suður-Afríku.

Cheyenne Woods, frænka Tiger, leikur einnig í B-riðli, líkt og Tinna og á rástíma 10 mínútum fyrr af 1. teig.

Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Tinnu með því að SMELLA HÉR: 

Golf 1 óskar Tinnu góðs gengis!!!!

Til þess að fylgjast með gengi Tinnu á  Lalla Aïcha Tour School 2013  SMELLIÐ HÉR: