Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2012 | 11:30

Martin Kaymer og Bruno Spengler í skemmtilegri keppni þar sem BMW, golf og sleðar koma við sögu – Myndskeið

Þýski kylfingurinn snjalli Martin Kaymer og DTM sigurvegarinn Bruno Spengler hittust nú um jólin í mjög svo óvenjulegri keppni.

Fyrst var kappakstur á BMW-um í 2000 m hæð yfir sjávarmáli í Ölpunum og ekki laust við að Kaymer hafi beitt golfkunnáttunni og svindlað svolítið!

Síðan tók við heldur óvenjuleg golfkeppni …… þar sem já, hummm  Bruno Spengler hafði betur.

Úrslitin réðust því í snjósleðaferð niður brekku. Og eftir hana var allt jafnt þó báðir hafi talið sig vinna!

Eftir keppnina sagði Spengler m.a. um Kaymer: „Martin var erfiður andstæðingur en ég vissi það nú fyrir þessa keppni. Ég hef áhuga á golfi og horfði á hann setja niður púttið mikilvæga í Ryder bikarnum þegar lið Evrópu vann undir mikilli pressu. Og í dag sýndi hann enn einu sinni hversu svalur hann er. Að keppa við Martin (Kaymer) og allar áskoranirnar var skemmtilegt.“

Kaymer hafði líka álit á Spengler. „Síðan í dag – í síðasta lagi – veit ég af hverju Bruno (Spengler) sigraði DTM titilinn. Hann hreinlega neitar að gefast upp og berst til síðustu sekúndu,“ sagði Kaymer. „Baráttan við hann var erfiðari en margar af þeim sem ég hái á golfvellinum. Það eru þessar keppnir milli íþróttamanna, sem mér finnst virkilega gaman að.“

Til þess að sjá skemmtilegt myndskeið frá keppni þeirra Kaymer og Spengler SMELLIÐ HÉR: