
Martin Kaymer og Bruno Spengler í skemmtilegri keppni þar sem BMW, golf og sleðar koma við sögu – Myndskeið
Þýski kylfingurinn snjalli Martin Kaymer og DTM sigurvegarinn Bruno Spengler hittust nú um jólin í mjög svo óvenjulegri keppni.
Fyrst var kappakstur á BMW-um í 2000 m hæð yfir sjávarmáli í Ölpunum og ekki laust við að Kaymer hafi beitt golfkunnáttunni og svindlað svolítið!
Síðan tók við heldur óvenjuleg golfkeppni …… þar sem já, hummm Bruno Spengler hafði betur.
Úrslitin réðust því í snjósleðaferð niður brekku. Og eftir hana var allt jafnt þó báðir hafi talið sig vinna!
Eftir keppnina sagði Spengler m.a. um Kaymer: „Martin var erfiður andstæðingur en ég vissi það nú fyrir þessa keppni. Ég hef áhuga á golfi og horfði á hann setja niður púttið mikilvæga í Ryder bikarnum þegar lið Evrópu vann undir mikilli pressu. Og í dag sýndi hann enn einu sinni hversu svalur hann er. Að keppa við Martin (Kaymer) og allar áskoranirnar var skemmtilegt.“
Kaymer hafði líka álit á Spengler. „Síðan í dag – í síðasta lagi – veit ég af hverju Bruno (Spengler) sigraði DTM titilinn. Hann hreinlega neitar að gefast upp og berst til síðustu sekúndu,“ sagði Kaymer. „Baráttan við hann var erfiðari en margar af þeim sem ég hái á golfvellinum. Það eru þessar keppnir milli íþróttamanna, sem mér finnst virkilega gaman að.“
Til þess að sjá skemmtilegt myndskeið frá keppni þeirra Kaymer og Spengler SMELLIÐ HÉR:
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open