Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2012 | 18:45

Ragnar Már í næstneðsta sæti á Orange Bowl eftir 1. dag

Ragnar Már Garðarsson, GKG, hefir nú lokið 1. hring á  Orange Bowl International Championship, sem fram fer á golfvelli Biltmore hótelsins fræga í Coral Gables, í Flórída. Mótið stendur dagana 27.-30. desember 2012. Þátttakendur eru 61.

Ragnari Má gekk afleitlega í dag og hann var að spila langt undir getu.  Hann lauk hringnum á 11 yfir pari; 82 höggum. Ragnar Már fékk 1 skramba, 9 skolla og 8 pör. Ragnar er deilir neðsta sæti eftir 1. dag.

Þess mætti geta að mörgum Íslendingum þykir erfitt að venjast loftslagi Miami á stuttum tíma; mikill raki er í loftinu og þegar komið er úr þurra loftinu okkar hér á Íslandi syðst til Flórída eru hiti, kvef, höfuðverkur og almenn flensueinkenni algengir fylgifiskar  og alls ekki auðvelt að keppa við þær aðstæður.

Golf 1 óskar Ragnari Má góðs gengis á morgun!

Til þess að fylgjast með gengi Ragnars Más í Orange Bowl SMELLIÐ HÉR: