
Steve Stricker mun spila helmingi minna á PGA 2013
Áhangendur PGA Tour munu sjá mun minna af Steve Stricker á árinu 2013.
Skv. viðtali við Stricker í Golfweek, mun hann aðeins hafa í hyggju að spila í 10 mótum á PGA Tour árið 2013. Þessi 45 ára kylfingur vill verja meiri tíma með fjölskyldu sinni og við stofnun sem hann kom nú nýlega á laggirnar.
„Ég er ekki að hætta,“ sagði Stricker í viðtali við Golfweek, þar sem hann var heima hjá sér nálægt Madison, Wisconsin. „Ég vil bara verja meiri tíma hér. Mér finnst enn gaman að spila, en mér finnst ekkert gaman að ferðast.“
Stricker, sem spilað hefir í 19 mótum á hverju ári s.l. 3 ár, sagði að starfsmenn PGA Tour hefði tjáð honum að keppnisréttur hans væri ekki í hættu þar sem hann gæti notað undanþágur sem hann hefir til að keppa á PGA Tour, vegna þess að hann er meðal þeirra sem lengst hafa verið á topp-25 og eins meðal 50 efstu sem hlotið hafa mest verðlaunafé á ferli sínum, til að halda korti sínu.
Stricker sagði og að styrktaraðilar hefðu samþykkt ákvörðun hans.
Að öllum líkindum sjáum við því Steve Stricker ekki nema í 5 mótum fyrstu 4 mánuði ársins; hann mun væntanlega verja tiitl sinn á Hyundai Tournament of Champions í Kapalua, Hawaii, 4.-7. janúar 2013, síðan spilar hann eflaust í heimsmótinu í holukeppni í Marana, Arizona., 20.-24. febrúar; Í WGC-Cadillac Championship í Doral, Flórída., 7.-10. mars og the Shell Houston Open 28.-31. mars og síðan the Masters 11.-14. apríl n.k.
Ný stofnun Stricker, sem hann stofnaði í samvinnu við tryggingarfélagið American Family Insurance, hefir ekki gefið upp hvert markmiðið með stofnuninni sé. Stofnunin er ekki einu sinni komin með nafn. Stricker sagði að vinnuheitið væri „Driven For A Dream.” (ens.: drifinn áfram af draumi). Tilgangur Stricker með stofnuninni er að afla fjár fyrir þurfandi börn í mennta- og háskólum. „Við erum enn að velta fyrir okkur ýmsum hugmyndum,“ sagði Steve Stricker loks.
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)