Alejandro Cañizares
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alejandro Cañizares – 9. janúar 2013

Það er spænski kylfingurinn Alejandro Cañizares sem er afmæliskylfingur dagsins. Alejandro er fæddur í Madríd á Spáni,  9. janúar 1983 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Alejandro spilaði í bandaríska háskólagolfinu með Arizona State. Hann varð atvinnumaður í golfi 2006 og komst strax á Evrópumótaröðina og hóf keppni þar með stæl því strax í 3. móti sínu sigraði hann á  Imperial Collection Russian Open.

Pabbi Alejandro José Maria er líka á Evrópumótaröðinni  – reyndar er Alejandro af einni þekktustu golffjölskyldu Spánar, en pabbi hans var m.a. í 4 Ryder Cup liðum fyrir Evrópu  (1981, 83, 85, 89). Pabbi Alejandro vann líka heimsbikarinn með José Rivero, 1984, meðan bróðir hans Gabriel spilar á Áskorendamótaröðinni. Alejandro og pabbi hans urðu 3. feðgarnir til þess að sigra sama árið á Evrópumótaröðinni á eftir  Antonio og Ignacio Garrido og Craig og Kevin Stadler.

Árið 2009 varð Alejandro að fara aftur í Q-school og þá varð hann í 5. sæti og hlaut keppnisrétt 2010 tímabilið. Það ár, 2010, varð hann 5 sinnum meðal topp 10 og varð í 38. sæti á stigalistanum.

Meðal áhugamála afmæliskylfingsins eru tónlist, íþróttir og að fara á ströndina.  Á Spáni er Alejandro félagi í einum virtasta og besta golfklúbbi Evrópu, Valderrama.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sergio Garcia 9. janúar 1980 (31 árs);  Tiffany Tavee, 9. janúar 1985 (28 ára)  ….. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is