
Dustin Johnson sást með Paulinu Gretzky á Hawaii
Það er ekki nema von að Dustin Johnson sé að spila vel á Tournament of Champions! Hann hefir varið tíma á Maui með Paulinu Gretzky, dóttur hokkí-leikmannsins fræga Wayne Gretzky, skv. áreiðanlegum heimildum Sports Illustrated skríbentsins Alan Shipnuck. Johnson sást leika sér í golfi með Gretzky á Plantation vellinum í Kapalua og honum var slétt sama þótt hvasst væri eða að það rigndi eins og hellt væri úr fötu!
Ef það lítur út fyrir að Johnson sé að finna sig vel á Plantation vellinum, þá er það vegna þess að hann hefir varið svo miklum aukatíma á honum!!! Hann varð að hita upp nýju járnin sín og dræver og hann mætti snemma og spilaði 6 æfingahringi (þ.á.m. nokkra með Paulinu).
Paulina Gretzky er 24 ára módel, leik-og söngkona, elst af 5 börnum Wayne Gretzky og Janet Jones. Hún varð þekkt á netinu 2011 þegar hún birti nokkrar djarfar myndir af sér á Twitter.
Það er orðinn vani hjá Johnson að koma með kærestur á fyrsta mótið á PGA Tour. 2011 var Natalie Gulbis með honum á Kapalua. Þegar blaðagreinar fóru að birtast um að Johnson hefði dregið sig úr mótinu þá vegna þess að hann hefði þurft að bjarga sambandi sínu og fyrrum kærestu, þá neitaði Johnson að eiga í nokkru sambandi við hana eða aðrar konur og þ.á.m við Gulbis.
„Þegar fólk segir að ég hafi farið heim til þess að bjarga sambandi mínu við gömlu kærestuna (Amöndu Caulder) þá er það algerlega rangt,“ sagði Johnson. „Við erum ekki í sambandi. Og já, ég og Natalie (Gulbis) höfum varið nokkrum tíma saman, en við erum (heldur) ekki í sambandi. Það er allskyns hlutum slegið fram í fréttum. Og reyndar er sumt af því býsna fyndið!“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024