
Dustin Johnson sást með Paulinu Gretzky á Hawaii
Það er ekki nema von að Dustin Johnson sé að spila vel á Tournament of Champions! Hann hefir varið tíma á Maui með Paulinu Gretzky, dóttur hokkí-leikmannsins fræga Wayne Gretzky, skv. áreiðanlegum heimildum Sports Illustrated skríbentsins Alan Shipnuck. Johnson sást leika sér í golfi með Gretzky á Plantation vellinum í Kapalua og honum var slétt sama þótt hvasst væri eða að það rigndi eins og hellt væri úr fötu!
Ef það lítur út fyrir að Johnson sé að finna sig vel á Plantation vellinum, þá er það vegna þess að hann hefir varið svo miklum aukatíma á honum!!! Hann varð að hita upp nýju járnin sín og dræver og hann mætti snemma og spilaði 6 æfingahringi (þ.á.m. nokkra með Paulinu).
Paulina Gretzky er 24 ára módel, leik-og söngkona, elst af 5 börnum Wayne Gretzky og Janet Jones. Hún varð þekkt á netinu 2011 þegar hún birti nokkrar djarfar myndir af sér á Twitter.
Það er orðinn vani hjá Johnson að koma með kærestur á fyrsta mótið á PGA Tour. 2011 var Natalie Gulbis með honum á Kapalua. Þegar blaðagreinar fóru að birtast um að Johnson hefði dregið sig úr mótinu þá vegna þess að hann hefði þurft að bjarga sambandi sínu og fyrrum kærestu, þá neitaði Johnson að eiga í nokkru sambandi við hana eða aðrar konur og þ.á.m við Gulbis.
„Þegar fólk segir að ég hafi farið heim til þess að bjarga sambandi mínu við gömlu kærestuna (Amöndu Caulder) þá er það algerlega rangt,“ sagði Johnson. „Við erum ekki í sambandi. Og já, ég og Natalie (Gulbis) höfum varið nokkrum tíma saman, en við erum (heldur) ekki í sambandi. Það er allskyns hlutum slegið fram í fréttum. Og reyndar er sumt af því býsna fyndið!“
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open