Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2013 | 12:45

GVS: Ragnar Davíð Riordan Íþróttamaður Voga 2012

Val á íþróttamanni Voga 2012 fór fram á þrettándanum og var það kylfingurinn Ragnar Davíð Riordan sem hreppti titilinn.

Ragnar byrjaði árið á að vinna skálamótið í Grindavík þar sem að hann spilaði á einu höggi undir pari. Þar vann hann marga kylfinga sem að eru með mun lægri forgjöf en hann.

Ragnar vann svo Bikarkeppni GVS í sumar.

Hann var svo í öðru sæti í meistaramótinu þegar að hann þurfti að draga sig úr keppni vegna vinnu.

Í águst lenti hann í þriðja sæti í höggleik í opna Subway mótinu hjá golfklúbbnum Keili. Þar lagði hann að velli meðal annars 2 fyrrum Íslandsmeistara í golfi þá Ólaf Björn Loftsson og Kristján Þór Einarsson.

Ragnar endaði svo árið á því að vinna opnu haustmótaröð GVS í höggleik.

Ragnar hefur verið í golfi síðan 1997 og hefur unnið fjölda móta. hann  hefur meðal annars 3 sinnum verið klúbbmeistari GVS. Vann 1. flokk í meistaramóti Suðurnesja 2002.

Ragnar hefur verið duglegur að stunda golf og æfir hann 15-20 tíma í viku á golftímabilinu.

7 tilnefningar bárust til frístunda- og menningarnefndar og vandaðist þá valið:

Aron Snær Arnarson Júdó
Gunnar Júlíus Helgason Knattspyrna
Haukur Örn Harðarson Knattspyrna
Hákon Þór Harðarson Knattspyrna
Matthías Kristjánsson Júdó
Ragnar Davíð Riordan Golf
Þórarinn Halldór Árnason Júdó

Heimild: www.vogar.is