Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2013 | 12:30

10 hápunktar ársins 2012

Ótrúlegt hvað tíminn flýgur! Nú eru 9 dagar liðnir af nýja árinu og jólin rétt búin.  Það er alltaf gaman að rifja upp og hér fara 10 hápunktar síðastliðins árs 2012:

NOKKRIR HÁPUNKTAR ÁRSINS 2012

1. Pútt Martin Kaymer á Ryder Cup: Hefði pútt Martin Kaymer ekki farið ofan í, í tvímenningsleikjum sunnudagsins er næsta víst að Tiger hefði klárað dæmið fyrir Bandaríkjamenn og bikarinn hefði flogið yfir til Bandaríkjanna. Kaymer sýndi stáltaugar og náði að halda Ryder bikarnum í Evrópu…. og þar verður hann a.m.k. í 2 ár í viðbót!

2. Fimm fuglar Poulter í röð í fjórbolta-leikjum laugardagsins: Einn fugl, síðan tveir og þrír. Augun að rúlla út úr augntóftunum. Enginn trúði því að Poulter gæti haldið uppteknum hætti… eða gæti hann það? Fjórði fugl hans í röð kom á par-3 17. brautinni, gegn öllum líkum og síðan vann hann leikinn með fuglinum á 18. Poulter var hvatinn að sigri Evrópu í Ryder bikarnum í „kraftaverkinu í Medinah.“

3. Hróp áhorfenda í 1. teighöggum Bubba Watson og Ian Poulter á Rydernum: Kylfingar geta orðið pirraðir ef einhver krumpar saman sælgætisumbúðum meðan þeir eru að slá teighögg, þannig að það var óhefðbundið að heyra lætin þegar Bubba sló. Hann var búinn að biðja áhorfendur að hafa hátt þar sem hann yrði bara taugatrekktur ef allt væri hljótt.  Dæmigert fyrir Poulter: hann beinlínis hvatti áhorfendur að hafa hátt meðan hann sló, líka!!!

4. Fimm fuglar Rory þegar hann vann DP World Tour Championship: Eftir að hafa horft á spilafélaga sinn Poulter gera það sama í the Ryder Cup, þá endurtók Rory leikinn í Dubai. Og hvílík stund endurtekningar. Justin Rose gerði harða atlögu að Rory en sá bara fékk fugla á allar 5 lokaholurnar og stóð uppi sem sigurvegari í lokamóti Evrópumótaraðarinnar 2012.

5. Högg Bubba Watson fyrir horn í umspilinu á the Masters: Watson virtist vera í þvílíkum vandræðum eftir að hafa slegið langt til hægri á 10. braut á 2. holu umspilsins, en hann átti eitt ótrúlegasta högg ársins 2012 með fleygjárninu sínu þegar hann sveigði boltann í 90° beint inn á flöt.

6. Albatross Louis Oosthuizen á lokahringnum á the Masters:  Þó að sunnudagurinn hafi reynst vera vonbrigði fyrir Oosthuizen þar sem hann tapaði fyrir Bubba Watson í umspilinu, þá átti hann draumahögg mótsins. Þeir tveir Watson og Oosthuizen voru jafnir á 7 undir pari á par-5 2. brautinni á lokahringnum þegar Oosthuizen sló 2. höggið sitt beint ofan í holu fyrir albatross. Hávaðinn á vellinum var ærandi!

7. Fuglapútt Justin’s Rose í leik hans gegn Phil Mickelson í Ryder Cup: Mestallan sunnudaginn var tilfinningin sú að einhvers staðar yrði liði Evrópu á í messunni – það mátti ekkert út af bregða – og liðið myndi tapa fyrir Bandaríkjamönnum. En þegar Rose sökkti skrímslapútti sínu u.þ.b. 12 metra fyrir fugli á 17. braut þá breyttist stemmningin allt í einu. „Vá, það er sjéns – við (Evrópa) vinnur þetta kannski eftir allt saman! Það þurfti allt að ganga upp …. og það gerði það!!!!  Sigurmóment …. og ógleymanleg stund!!!

8. Vipp Tiger Woods á the Memorial: Tiger var 1 höggi á eftir og átti 3 holur eftir á Memorial móti Jack Nicklaus. Hann var í þykkum karga á 16. braut. Það voru miklar líkur á að boltinn myndi lenda í vatni en Tiger sló fullkomið fleygjárnshögg…. beint ofan í holu fyrir fugli!!!! Eitt ótrúlegasta högg ársins, sem varðaði veginn að einum af sigrum Tigers árið 2012.

9. 50 metra pútt ólympíusundkappans Michael Phelps á Dunhill Links Championship: 33 metra pútt Terry Wogan í Gleneagles var fram til ársins 2012 talið lengsta púttið sem sett hefði verið niður og sem náðst hefði af upptökuvélum en Phelps sem var að spila með Paul Casey á   Dunhill Links á nú metið hvað þetta snertir. Pútt hans á Kingsbarns í október var heilar 17 sekúndur að rúlla ofan í holu!!!

10. Hrun nýliðans Kyle Stanley og sigur hans strax í næstu viku:  Nýliðinn Stanley var í kjöraðstöðu að sigra fyrsta mót sitt í Torrey Pines var með 3 högga forystu en á síðustu holunni par-5u fékk hann snjókerlingu og enn í sjokki tapaði hann í umspili. Svar hans við þessu? Sigur í næstu viku í Phoenix – tvær eftirminnilegustu vikurnar golflega séð 2012!!!